Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. febrúar 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool í annað sæti - Upp fyrir Man Utd
Liverpool fagnar marki í dag.
Liverpool fagnar marki í dag.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg í leiknum gegn Southampton í dag.
Jóhann Berg í leiknum gegn Southampton í dag.
Mynd: Getty Images
Swansea er komið aftur niður í fallsæti.
Swansea er komið aftur niður í fallsæti.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane voru allir á skotskónum í 4-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni á þessum fallega laugardegi.

Emre Can kom Liverpool á bragðið eftir hornspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn á Anfield.

Eftir fimm mínútur í seinni hálfleiknum bætti Mohamed Salah við marki og stuttu síðar var Roberto Firmino búinn að bæta við.

Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham sem komst ekki lengra. Í staðinn gerði Sadio Mane fjórða mark Liverpool þegar 77 mínútur voru komnar á klukkuna.

Liverpool fer upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar með þessum sigri en baráttan um Meistaradeildarsæti er hörð. Lærisveinar David Moyes eru aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton. Burnley endurheimit sjöunda sæti deildarinnar á meðan Southampton komst upp úr fallsæti.

Þá missti Newcastle niður 2-0 forskot gegn Bournemouth, Brighton burstaði Swansea og Huddersfield vann góðan útisigur á West Brom sem situr sem fastast á botni deildarinnar.

Bournemouth 2 - 2 Newcastle
0-1 Dwight Gayle ('17 )
0-2 Dwight Gayle ('45 )
1-2 Adam Smith ('80 )
2-2 Dan Gosling ('89 )

Brighton 4 - 1 Swansea
1-0 Glenn Murray ('18 , víti)
2-0 Glenn Murray ('69 )
3-0 Anthony Knockaert ('73 )
3-1 Tammy Abraham ('85 )
4-1 Jurgen Locadia ('90 )

Burnley 1 - 1 Southampton
1-0 Ashley Barnes ('67 )
1-1 Manolo Gabbiadini ('90 )

Liverpool 4 - 1 West Ham
1-0 Emre Can ('29 )
2-0 Mohamed Salah ('51 )
3-0 Roberto Firmino ('57 )
3-1 Michail Antonio ('59 )
4-1 Sadio Mane ('77 )

West Brom 1 - 2 Huddersfield
0-1 Rajiv Van la Parra ('48 )
0-2 Steve Mounie ('56 )
1-2 Craig Dawson ('64 )

Leikur Watford og Everton hefst 17:30. Gylfi Sigurðsson er í byrjunarliði Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner