Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 24. júní 2017 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette verður dýrastur í sögu Arsenal
Powerade
Lacazette er undir smásjá margra stórliða.
Lacazette er undir smásjá margra stórliða.
Mynd: Getty Images
Carrasco er orðaður við Bayern í slúðri dagsins.
Carrasco er orðaður við Bayern í slúðri dagsins.
Mynd: Getty Images
Alba til Man Utd?
Alba til Man Utd?
Mynd: Getty Images
Kíkjum á það helsta úr slúðrinu í dag!



Arsenal hefur rætt frekar við Lyon um sóknarmanninn Alexandre Lacazette (26), en hann gæti kostað félagið um 49 milljónir punda og þar með orðið dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. (Telegraph)

Arsenal hefur boðið 44 milljónir punda í Lacazette og koma hans gæti þýtt að landi hans, sóknarmaðurinn Olivier Giroud (30), sé á förum frá félaginu. (Guardian)

Franska stórliðið Paris Saint-Germain er að undirbúa tilboð í kringum 60 milljónir punda í Sergio Aguero (29), sóknarmann Manchester City. (Times)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Mónakó um kaup á Tiemoue Bakayoko (22), miðjumanni Mónakó, og þeir vonast til þess að klára kaupin á honum í næstu viku. Hann mun kosta 35,1 milljón punda. (Evening Standard)

Manchester United færist nær kaupum á Alvaro Morata (24), en félagið á enn eftir að ná samkomulagi við Real Madrid. (ESPN)

Liverpool mun gera tilboð í Kylian Mbappe (18), vonarstjörnu Mónakó, ef þeir telja hann spenntan fyrir því að koma til Englands. (Times)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur rætt við Mbappe um að koma til Arsenal. (Independent)

Þá hefur Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sagt við Mbappe að hann muni selja einn af sóknarmönnum sínum ef þessi efnilegi leikmaður kemur til spænska stórveldisins. (L'Equipe)

Arsenal er tilbúið að selja Alex Oxlade-Chamberlain (23) til Liverpool, en hann er líklega einn af þeim sjö leikmönnum sem verður seldur frá Lundúnarfélaginu í sumar. (Independent)

Watford vill ekki borga 15 milljónir punda fyrir Kieran Gibbs (27), vinstri bakvörð Arsenal, og ætla í staðinn að kaupa George Friend (29) frá Middlesbrough. (Evening Standard)

Newcastle, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, er nálægt því að kaupa varnarmanninn Florian Lejeune (26) frá Eibar á 8,7 milljónir punda. (Evening Chronicle)

Risarnir í Bayern München vilja kaupa Yannick Carrasco (23), kantmann Atletico, sem er metinn á 50 milljónir evra. (AS)

Wayne Rooney (31), fyrirliði Manchester United, á í vandræðum með að finna sér nýtt félag, en önnur lið eru ekki tilbúin að borga það sem Manchester United vill fá fyrir hann og þá eru launakröfur hans of háar. (Mirror)

Stoke City hefur varað Arsenal við því að reyna að eltast við markvörðinn Jack Butland (24). (Stoke Sentinel)

Manchester City mun krefjast þess að fá möguleika á að kaupa Kelechi Iheanacho (20) aftur til félagsins ef hann verður seldur til West Ham eða Leicester. (Telegraph)

Man Utd hefur áhuga á Jordi Alba (28), vinstri bakverði Barcelona, en það verður erfitt fyrir United að fá hann í sumar. (ESPN)

Ítalska félagið Roma vill fá kantmanninn Gerard Deulofeu (23) frá Everton. Deulofeu, sem er uppalinn hjá Barcelona, var í láni hjá AC Milan seinni hluta tímabilsins. (Liverpool Echo)

Nýliðar Huddersfield eru tilbúnir að bjóða metfé upp á 11,5 milljónir punda í Steve Mounie (22), sóknarmann Montpellier. (Mirror)

Galatasaray hefur gert tilboð í Mario Pasalic (22), leikmann Chelsea. Pasalic gekk í raðir Chelsea árið 2014, en hefur aldrei leikið fyrir aðallið félagsins. (Express)

Barcelona vonast til þess að geta keypt Ousmane Dembele (20) frá Borussia Dortmund næsta sumar, en ólíklegt er að eitthvað gerist í þeim málum í þessum glugga. (Metro)

Brighton verður fyrsta liðið til að reyna að fá Stewart Downing (32), en hann hefur fengið leyfi frá Garry Monk til að fara frá Middlesbrough. (Sun)

Viðræður Chelsea og markvarðarins Thibaut Courtois (25) um nýjan samning hafa dregist á langinn vegna þess að markvörðurinn vill tvöfalda laun sín. Samningsviðræðurnar eru núna í biðstöðu og það er lítið í gangi. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner