Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júlí 2014 15:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Morgunblaðsins 
Rúrik verður lengi frá - Brotið bein í baki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason verður lengi frá vegna meiðsla. Ólík­legt er að hann nái lands­leik Íslands og Tyrk­lands í undan­keppni EM sem fram fer þann 9. sept­ember.

Þetta kemur fram á vefsíðu Morgunblaðsins.

Rúrik verður frá næstu vikur eða mánuði en hann fékk högg á bakið í leik FC Kaupmannahafnar gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni, ekki ósvipað og Neymar í leik með Brasilíu á HM.

Hann fór í myndatöku í dag vegna blæðingar í vöðva og þá kom brotið í ljós.

„Þetta verða ein­hverj­ar vik­ur, vænt­an­lega, en það er ómögu­legt að segja eitt­hvað um það enn sem komið er. Ég verð bara að taka þessu eins og maður og fara eft­ir því sem mér er sagt," sagði Rúrik Gísla­son við Víði Sigurðsson á mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner