Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. ágúst 2016 20:05
Gunnar Karl Haraldsson
Pepsi-kvenna: Stjarnan með fimm stiga forystu
Dóra María gerði tvö mörk í kvöld.
Dóra María gerði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eitt mark í kvöld.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði eitt mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjórum leikjum í Pepsi-deild kvenna var að ljúka

Stjarnan fékk ÍBV í heimsókn á Samsung völlinn í Garðabæ í kvöld. Það voru gestirnir sem brutu ísinn á 15.mínútu með marki frá Cloe Lacasse. Stjarnan náði að jafna fyrir hálfleik og kláruðu svo leikinn 2-1 í seinni hálfleik

Fylkiskonur gerðu góða ferð uppá Akranes í kvöld. Þær lögðu ÍA af velli 0-1 með marki frá Evu Núru Abrahamsdóttur. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Fylki sem er nú 5 stigum á undan ÍA sem er í 9.sæti deildarinnar.

KR fékk Þór/KA í heimsókn á Alvogen-völlinn í kvöld. Það voru Þór/KA konur sem gerðu eina mark leiksins með marki frá Söndru Maríu Jessen. Sara Lissy Chontosh fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 85.mínútu leiksins.

FH og Valur mættust á Kaplakrikavelli. Valur vann leikinn örugglega 0-4. Dóra María gerði tvö mörk strax í fyrri hálfleik. Margrét Lára Viðarsdóttir bætti svo við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Það var svo Málfríður Anna Eiríksdóttir sem kláraði leikinn fyrir Val.

Stjarnan 2 - 1 ÍBV
0-1 Cloe Lacasse ('15)
1-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('31)
2-1 Donna Key Henry ('82)

ÍA 0 - 1 Fylkir
0-1 Eva Núra Abrahamsdóttir ('76)

KR 0 - 1 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('59)
Rautt spjald:Sara Lissy Chontosh , ('85)

FH 0 - 4 Valur
0-1 Dóra María Lárusdóttir ('21)
0-2 Dóra María Lárusdóttir ('40)
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir ('43)
0-4 Málfríður Anna Eiríksdóttir ('74
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner