Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Dettur Arsenal út?
Alfreð Finnbogason skoraði þegar Olympiakos lagði Arsenal að velli á Emirates.
Alfreð Finnbogason skoraði þegar Olympiakos lagði Arsenal að velli á Emirates.
Mynd: Heimasíða Olympiakos
Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í kvöld þar sem enska stórliðið Arsenal getur dottið úr keppninni.

Arsenal hefur komist upp úr riðlakeppninni síðustu 15 ár en gengið í ár er slæmt og er liðið með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Ljóst er að Arsenal þarf að leggja Dinamo Zagreb að velli á Emirates leikvanginum til að eiga möguleika á að komast áfram.

Arsenal þarf um leið að treysta á sigur Bayern München gegn Olympiakos í toppslagnum, vegna þess að lokaleikur Arsenal er einmitt gegn grísku meisturunum sem eru með sex stiga forystu sem stendur.

Chelsea heimsækir Maccabi Tel Aviv og getur svo gott sem tryggt sig upp úr G riðli með sigri í Ísrael, en Tel Aviv er stigalaust og aðeins búið að skora eitt mark í keppninni.

Barcelona, sem er nú þegar öruggt upp úr riðli, tekur á móti Roma í opinni dagskrá á Bravó.

E riðill:
17:00 BATE - Bayer Leverkusen
19:45 Barcelona - AS Roma (Bravó - OPINN)

F riðill:
19:45 Arsenal - Dinamo Zagreb (Stöð 2 Sport - OPINN)
19:45 Bayern München - Olympiakos (Stöð 2 Sport 5)

G riðill:
19:45 Maccabi Tel Aviv - Chelsea (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Porto - Dynamo Kiev

H riðill:
17:00 Zenit - Valencia
19:45 Lyon - Gent
Athugasemdir
banner
banner
banner