þri 25.apr 2017 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski |
|
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: KR
KR-ingum er spáð þriðja sæti Pepsi-deildarinnar af Fótbolta.net fyrir sumarið. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. KR 79 stig
4. Stjarnan 76 stig
5. Breiðablik 66 stig
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: KR þekkir þriðja sætið vel og ef spáin rætist mun liðið hafna í þessu sæti fjórða árið í röð! Kröfurnar í Vesturbænum eru alltaf þær sömu og stefnan sett á Íslandsmeistaratitilinn. Menn eru þyrstir í að berjast aftur á toppnum eftir frekar mögur ár. Stuðningsmenn KR eru orðnir þreyttir á að FH-ingar séu stóru strákarnir og vilja sjá sína menn velta þeim af stalli. Það hefur verið mjög góður stígandi í liði KR á undirbúningstímabilinu, liðið er nú á Spáni í æfingaferð og mætir heim fjórum dögum fyrir mót.
Þjálfari – Willum Þór Þórsson: Tók við KR-ingum í fyrra eftir að liðið var í frjálsu falli undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. Willum fékk lykilmenn KR til að sýna sínar réttar hliðar og liðið skaust upp töfluna. Niðurstaðan var á endanum Evrópusæti, eitthvað sem virtist vera ómögulegt markmið þegar Willum tók við. Fótbolti.net valdi Willum þjálfara ársins í fyrra en þessi reynslumikli varaþingmaður heldur áfram vinnu sinni með lið KR. Hann er uppalinn KR-ingur og er öllum hnútum kunnugur í Vesturbænum enda stýrði hann liðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla á sínum tíma.
Styrkleikar: Stígandi hefur verið í spilamennskunni á undirbúningstímabilinu og liðið varð á dögunum Lengjubikarmeistari. KR-ingar hafa verið að spila 3-4-3 og það virðist henta liðinu mjög vel, vörnin er vel mönnuð og á hinum endanum hafa mörkin verið að flæða inn og liðið spilar stórskemmtilegan fótbolta. Óskar Örn hefur hreinlega blómstrað og Danirnir Kennie Chopart og Tobias Thomsen verið stórhættulegir. Willum er ákveðinn í að halda áfram að sýna að hann hefur engu gleymt sem þjálfari og mikilvægt var að halda bakverðinum Morten Beck.
Veikleikar: Breiddin er ekki eins mikil og hjá FH og Stjörnunni. Það hefur loðað við KR að lykilmenn standi ekki undir væntingum og liðið falli á prófinu þegar út í alvöruna er komið. Skemmst er að minnast þess að liðið vann líka Lengjubikarinn í fyrra en þegar Pepsi-deildin fór af stað voru menn á hælunum.
Lykilmenn: Indriði Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson. Fyrirliðinn kom heim í KR til að berjast um titla og það tókst ekki í fyrra. Býr yfir mikilli reynslu og getur barið menn áfram þegar á móti blæs. Óskar Örn er einn allra skemmtilegasti fótboltamaður Íslands. Hefur verið funheitur í aðdraganda mótsins og líklega besti leikmaður undirbúningstímabilsins. Fullur sjálfstrausts og alltaf stórhættulegur.
Gaman að fylgjast með: Guðmundur Andri Tryggvason. Verður þetta tímabil Galdra? Sonur markakóngsins Tryggva Guðmundssonar er 17 ára gamall og býr yfir miklum hæfileikum. Meiðsli hafa aðeins hamlað því að hann hafi sprungið út. Hann byrjar tímabilið væntanlega sem varamaður en getur látið að sér kveða.
Spurningamerkið: Verður Tobias Thomsen markakóngur? Danski sóknarmaðurinn hefur skorað í hverjum einasta Lengjubikarleik sem hann hefur spilað fyrir KR-inga. Þegar hann kom í vetur sagði hann við danska fjölmiðla að markmið sitt með komunni til Íslands væri einfalt: Hann ætlar að vinna titilinn með KR og verða markakóngur Pepsi-deildarinnar.
Völlurinn: KR-völlurinn er klassískur. En hann er orðinn heldur staðnaður og þarf á yfirhalningu að halda því önnur félög hafa verið að eignast flotta leikvanga og verið að taka fram úr á meðan KR-völlurinn hefur haldist nánast óbreyttur í fjöldamörg ár.
Formaðurinn segir – Kristinn Kjærnested
„Það er mikil tilhlökkun eins og hjá fleirum og það er góð tilfinning fyrir sumrinu. Það hefur verið góður stígandi hjá liðinu en það er önnur íþrótt sem fer fram í innihöllunum. Menn unnu Lengjubikarinn og það er alltaf gott að vinna mót en það gerir lítið þegar út í sumarið er komið. Okkur líður vel með þann hóp sem við erum með í höndunum í dag. Við teljum okkur vera með nægilega góðan hóp til að gera mótið að góðu stemnings-sumri hjá KR og berjast um titlana. “
Sjá einnig:
Willum: Synirnir mínir hörðustu gagnrýnendur
Hin hliðin: Aron Bjarki Jósepsson
Skúli Jón: Þessi liðsfundur var 'sjokk on the spot'
Komnir:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Breiðabliki
Garðar Jóhannson frá Fylki
Robert Sandnes frá Noregi
Tobias Thomsen frá AB
Farnir:
Morten Beck Andersen í Fredericia
Hólmbert Aron Friðjónsson í Stjörnuna
Jeppe Hansen í Keflavík
Denis Fazlagic í Fredericia
Leikmenn KR sumarið 2017:
1 Stefán Logi Magnússon
2 Morten Beck
3 Ástbjörn Þórðarson
4 Michael Præst Möller
5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6 Gunnar Þór Gunnarsson
7 Skúli Jón Friðgeirsson
8 Finnur Orri Margeirsson
9 Garðar Jóhannsson
10 Pálmi Rafn Pálmason
11 Tobias Thomsesn
13 Sindri Snær Jensson
16 Indriði Sigurðsson
17 Kennie Knak Chopart
18 Aron Bjarki Jósepsson
19 Axel Sigurðarson
20 Robert Johann Sandnes
21 Bjarki Leósson
22 Óskar Örn Hauksson
23 Guðmundur Andri Tryggvason
24 Valtýr Már Michaelsson
25 Geirlaugur Árni Kristjánsson
28 Óliver Dagur Thorlacius
Leikir KR 2017
1.maí KR – Víkingur R
7.maí Víkingur Ó – KR
14.maí KR – ÍA
22.maí Valur – KR
28.maí KR – FH
5.júní KR – Grindavík
14.júní ÍBV – KR
18.júní KR – Breiðablik
24.júní KA – KR
9.júlí KR – Fjölnir
16.júlí Stjarnan – KR
23.júlí Víkingur R – KR
30.júlí KR – Víkingur Ó
8.ágúst ÍA – KR
14.ágúst KR – Valur
20.ágúst FH – KR
27.ágúst Grindavík – KR
9.sept KR – ÍBV
14.sept Breiðablik – KR
17.sept KR – KA
24.sept Fjölnir – KR
30.sept KR – Stjarnan
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
1. ?
2. ?
3. KR 79 stig
4. Stjarnan 76 stig
5. Breiðablik 66 stig
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: KR þekkir þriðja sætið vel og ef spáin rætist mun liðið hafna í þessu sæti fjórða árið í röð! Kröfurnar í Vesturbænum eru alltaf þær sömu og stefnan sett á Íslandsmeistaratitilinn. Menn eru þyrstir í að berjast aftur á toppnum eftir frekar mögur ár. Stuðningsmenn KR eru orðnir þreyttir á að FH-ingar séu stóru strákarnir og vilja sjá sína menn velta þeim af stalli. Það hefur verið mjög góður stígandi í liði KR á undirbúningstímabilinu, liðið er nú á Spáni í æfingaferð og mætir heim fjórum dögum fyrir mót.
Þjálfari – Willum Þór Þórsson: Tók við KR-ingum í fyrra eftir að liðið var í frjálsu falli undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. Willum fékk lykilmenn KR til að sýna sínar réttar hliðar og liðið skaust upp töfluna. Niðurstaðan var á endanum Evrópusæti, eitthvað sem virtist vera ómögulegt markmið þegar Willum tók við. Fótbolti.net valdi Willum þjálfara ársins í fyrra en þessi reynslumikli varaþingmaður heldur áfram vinnu sinni með lið KR. Hann er uppalinn KR-ingur og er öllum hnútum kunnugur í Vesturbænum enda stýrði hann liðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla á sínum tíma.
Hafa litið gríðarlega vel út í 3-4-3
Styrkleikar: Stígandi hefur verið í spilamennskunni á undirbúningstímabilinu og liðið varð á dögunum Lengjubikarmeistari. KR-ingar hafa verið að spila 3-4-3 og það virðist henta liðinu mjög vel, vörnin er vel mönnuð og á hinum endanum hafa mörkin verið að flæða inn og liðið spilar stórskemmtilegan fótbolta. Óskar Örn hefur hreinlega blómstrað og Danirnir Kennie Chopart og Tobias Thomsen verið stórhættulegir. Willum er ákveðinn í að halda áfram að sýna að hann hefur engu gleymt sem þjálfari og mikilvægt var að halda bakverðinum Morten Beck.
Veikleikar: Breiddin er ekki eins mikil og hjá FH og Stjörnunni. Það hefur loðað við KR að lykilmenn standi ekki undir væntingum og liðið falli á prófinu þegar út í alvöruna er komið. Skemmst er að minnast þess að liðið vann líka Lengjubikarinn í fyrra en þegar Pepsi-deildin fór af stað voru menn á hælunum.
Lykilmenn: Indriði Sigurðsson og Óskar Örn Hauksson. Fyrirliðinn kom heim í KR til að berjast um titla og það tókst ekki í fyrra. Býr yfir mikilli reynslu og getur barið menn áfram þegar á móti blæs. Óskar Örn er einn allra skemmtilegasti fótboltamaður Íslands. Hefur verið funheitur í aðdraganda mótsins og líklega besti leikmaður undirbúningstímabilsins. Fullur sjálfstrausts og alltaf stórhættulegur.
Gaman að fylgjast með: Guðmundur Andri Tryggvason. Verður þetta tímabil Galdra? Sonur markakóngsins Tryggva Guðmundssonar er 17 ára gamall og býr yfir miklum hæfileikum. Meiðsli hafa aðeins hamlað því að hann hafi sprungið út. Hann byrjar tímabilið væntanlega sem varamaður en getur látið að sér kveða.
Spurningamerkið: Verður Tobias Thomsen markakóngur? Danski sóknarmaðurinn hefur skorað í hverjum einasta Lengjubikarleik sem hann hefur spilað fyrir KR-inga. Þegar hann kom í vetur sagði hann við danska fjölmiðla að markmið sitt með komunni til Íslands væri einfalt: Hann ætlar að vinna titilinn með KR og verða markakóngur Pepsi-deildarinnar.
Völlurinn: KR-völlurinn er klassískur. En hann er orðinn heldur staðnaður og þarf á yfirhalningu að halda því önnur félög hafa verið að eignast flotta leikvanga og verið að taka fram úr á meðan KR-völlurinn hefur haldist nánast óbreyttur í fjöldamörg ár.
„Hópur sem getur skapað gott stemnings-sumar hjá KR"
Formaðurinn segir – Kristinn Kjærnested
„Það er mikil tilhlökkun eins og hjá fleirum og það er góð tilfinning fyrir sumrinu. Það hefur verið góður stígandi hjá liðinu en það er önnur íþrótt sem fer fram í innihöllunum. Menn unnu Lengjubikarinn og það er alltaf gott að vinna mót en það gerir lítið þegar út í sumarið er komið. Okkur líður vel með þann hóp sem við erum með í höndunum í dag. Við teljum okkur vera með nægilega góðan hóp til að gera mótið að góðu stemnings-sumri hjá KR og berjast um titlana. “
Sjá einnig:
Willum: Synirnir mínir hörðustu gagnrýnendur
Hin hliðin: Aron Bjarki Jósepsson
Skúli Jón: Þessi liðsfundur var 'sjokk on the spot'
Komnir:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá Breiðabliki
Garðar Jóhannson frá Fylki
Robert Sandnes frá Noregi
Tobias Thomsen frá AB
Farnir:
Morten Beck Andersen í Fredericia
Hólmbert Aron Friðjónsson í Stjörnuna
Jeppe Hansen í Keflavík
Denis Fazlagic í Fredericia
Leikmenn KR sumarið 2017:
1 Stefán Logi Magnússon
2 Morten Beck
3 Ástbjörn Þórðarson
4 Michael Præst Möller
5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6 Gunnar Þór Gunnarsson
7 Skúli Jón Friðgeirsson
8 Finnur Orri Margeirsson
9 Garðar Jóhannsson
10 Pálmi Rafn Pálmason
11 Tobias Thomsesn
13 Sindri Snær Jensson
16 Indriði Sigurðsson
17 Kennie Knak Chopart
18 Aron Bjarki Jósepsson
19 Axel Sigurðarson
20 Robert Johann Sandnes
21 Bjarki Leósson
22 Óskar Örn Hauksson
23 Guðmundur Andri Tryggvason
24 Valtýr Már Michaelsson
25 Geirlaugur Árni Kristjánsson
28 Óliver Dagur Thorlacius
Leikir KR 2017
1.maí KR – Víkingur R
7.maí Víkingur Ó – KR
14.maí KR – ÍA
22.maí Valur – KR
28.maí KR – FH
5.júní KR – Grindavík
14.júní ÍBV – KR
18.júní KR – Breiðablik
24.júní KA – KR
9.júlí KR – Fjölnir
16.júlí Stjarnan – KR
23.júlí Víkingur R – KR
30.júlí KR – Víkingur Ó
8.ágúst ÍA – KR
14.ágúst KR – Valur
20.ágúst FH – KR
27.ágúst Grindavík – KR
9.sept KR – ÍBV
14.sept Breiðablik – KR
17.sept KR – KA
24.sept Fjölnir – KR
30.sept KR – Stjarnan
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir