fim 20.apr 2017 12:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Fjölnir
Áfram höldum við að kynna liðin í Pepsi-deildinni í sumar en nú er komið að Fjölnismönnum sem spáð er sjötta sæti. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Fjölnismenn voru nálægt því að næla sér í Evrópusæti í fyrra og fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína. Herslumuninn vantaði hinsvegar í Grafarvoginum, liðið féll á prófunum í mikilvægustu leikjunum og endaði í fjórða sætinu. Hjá félaginu ríkir mikill metnaður og er sífellt horft til þess að skrifa nýja kafla í sögu þess. Þeir eru vanir talsverðum mannabreytingum milli ára og gera spámönnum erfitt fyrir. Til að mynda var liðinu spáð níunda sæti fyrir tímabilið í fyrra.
Þjálfari – Ágúst Gylfason: Hefur verið í Grafarvoginum síðan 2008, kom fyrst sem leikmaður og var svo aðstoðarþjálfari áður en hann tók við sem aðalþjálfari fyrir tímabilið 2012. Ágúst á sér stóra drauma með Fjölni og þekkir hverja þúfu á Fjölnissvæðinu. Hann hefur sýnt mikla færni í að ná því besta út úr sínum leikmönnum og smíða nýtt lið þrátt fyrir að missa frá sér lykilmenn.
Styrkleikar: Ágúst þekkir það vel að púsla saman nýju liði og hefur tekist vel til hingað til. Unglingastarfið í Grafarvoginum er margrómað og fleiri uppaldir strákar verða í lykilhlutverkum en oft áður. Samheldni sem ekki er hægt að kaupa. Síðustu tímabil hafa verið góð og félagið búið að festa sig rækilega í sessi í deild þeirra bestu. Það eru forsendur fyrir því að halda áfram að gera góða hluti.
Veikleikar: Eftir ferskleika og flott tilþrif í Reykjavíkurmótinu hrundi spilamennska Fjölnis í Lengjubikarnum þar sem liðið hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli. Fjölnismenn hafa misst stóra bita úr hópnum frá því í fyrra eins og Martin Lund Pedersen sem fór í Blika. Þá er vörnin stórt spurningamerki eftir að Tobias Salquist, Daniel Ivanovski og Viðar Ari Jónsson fóru allir. Spurning er hversu mikið er eftir á bensíntanki Igor Taskovic sem fenginn var? Margir óreyndir leikmenn þurfa að stíga upp á stóra sviðinu.
Lykilmenn: Þórður Ingason og Þórir Guðjónsson. Það mun mikið mæða á Þórði í markinu fyrir aftan nýja varnarlínu liðsins og mikilvægt að hann verði í stuði í rammanum og hans reynsla nýtist. Þórir er algjör lykilhlekkur sóknarlega, er alltaf líklegur til að skora og andstæðingarnir mega ekki missa sjónar af. Leikmaður sem lætur verkin tala inni á vellinum.
Gaman að fylgjast með: Birnir Snær Ingason var farinn að láta almennilega til sín taka í fyrra og gæti þessi hæfileikaríki leikmaður tekið næsta skref og sprungið út í sumar. Þessi 21 árs leikmaður býr yfir stórskemmtilegri boltatækni og er væntanlega staðráðinn í að verða næstur í röð Fjölnismanna sem fer út í atvinnumennsku.
Spurningamerkið: Hversu tilbúnir eru ungu leikmennirnir í Fjölni að stíga í það hlutverk að verða lykilmenn og taka aukna ábyrgð? Miðvörðurinn ungi Hans Viktor Guðmundsson vakti athygli seinni hluta síðasta sumars en hann hefur verið fyrirliði á undirbúningstímabilinu og kröfurnar orðnar enn meiri.
Völlurinn: Fjölnisvöllur er með 800 sæti í þaklausri stúku. Afar vinalegt vallarstæði við sundlaugina í Grafarvoginum. Fjöldi heimamanna í liðinu og margir spennandi leikmenn ættu að stuðla að aukinni mætingu á völlinn.
Formaðurinn segir – Árni Hermannsson
„Spáin er alveg eðlileg. Ég vil halda áfram að bæta árangurinn eins og við höfum gert undanfarin ár og þá hlýtur markmiðið að vera þriðja sætið. Það á eftir að slípa liðið aðeins betur saman, við höfum ekki verið merkilegir í leikjunum undanfarið. Það eru svolítið miklar breytingar á liðinu en ég hef tröllatrú á þessum ungu drengjum sem eru að koma upp. Ég hef líka tröllatrú á Gústa og svo erum við með hörku útlendinga."
Sjá einnig:
Gústi Gylfa: Það er ekki fyrsta summan sem skiptir öllu máli
Fyrirliðinn sem var í B-liði fyrir þremur árum
Hin hliðin - Birnir Snær Ingason
Komnir:
Bojan Stefán Ljubicic frá Keflavík
Igor Taskovic frá Víkingi R.
Ivaca Dzolan frá Króatíu
Farnir:
Daniel Ivanovski
Guðmundur Karl Guðmundsson í FH
Guðmundur Böðvar Guðjónsson í ÍA
Martin Lund Pedersen í Breiðablik
Ólafur Páll Snorrason í FH
Tobias Salquist (Var í láni)
Viðar Ari Jónsson í Brann
Leikmenn Fjölnis sumarið 2017:
12 Þórður Ingason
30 Jökull Blængsson
2 Mario Tadejevic
4 Gunnar Már Guðmundsson
5 Ivica Dzolan
6 Igor Taskovic
7 Bojan Stefán Ljubicic
8 Igor Jugovic
9 Þórir Guðjónsson
10 Ægir Jarl Jónasson
11 Birnir Snær Ingason
13 Anton Freyr Ársælsson
15 Tryggvi Magnússon
16 Tumi Guðjónsson
17 Magnús Pétur Bjarnason
18 Marcus Solberg Mathiasen
19 Hallvarður Óskar Sigurðarson
21 Ingibergur Kort Sigurðsson
22 Kristjan Örn Marko Stosic
23 Jónas Breki Svavarsson
24 Torfi Tímoteus Gunnarsson
25 Þorgeir Ingvarsson
26 Sigurjón Már Markússon
27 Ingimundur Níels Óskarsson
28 Hans Viktor Guðmundsson
Leikir Fjölnis 2017:
30.apríl ÍBV – Fjölnir
8.maí Fjölnir – Breiðablik
14.maí KA – Fjölnir
22.maí FH – Fjölnir
28.maí Fjölnir – Stjarnan
5.júní Víkingur R – Fjölnir
15.júní Fjölnir – Víkingur Ó
19.júní ÍA – Fjölnir
25.júní Fjölnir – Valur
9.júlí KR- Fjölnir
17.júlí Fjölnir – Grindavík
23.júlí Fjölnir – ÍBV
31.júlí Breiðablik – Fjölnir
8.ágúst Fjölnir – KA
14.ágúst Fjölnir – FH
21.ágúst Stjarnan – Fjölnir
27.ágúst Fjölnir – Víkingur R
9.sept Víkingur Ó – Fjölnir
14.sept Fjölnir – ÍA
18.sept Valur – Fjölnir
24.sept Fjölnir – KR
30.sept Grindavík - Fjölnir
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Fjölnismenn voru nálægt því að næla sér í Evrópusæti í fyrra og fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína. Herslumuninn vantaði hinsvegar í Grafarvoginum, liðið féll á prófunum í mikilvægustu leikjunum og endaði í fjórða sætinu. Hjá félaginu ríkir mikill metnaður og er sífellt horft til þess að skrifa nýja kafla í sögu þess. Þeir eru vanir talsverðum mannabreytingum milli ára og gera spámönnum erfitt fyrir. Til að mynda var liðinu spáð níunda sæti fyrir tímabilið í fyrra.
Þjálfari – Ágúst Gylfason: Hefur verið í Grafarvoginum síðan 2008, kom fyrst sem leikmaður og var svo aðstoðarþjálfari áður en hann tók við sem aðalþjálfari fyrir tímabilið 2012. Ágúst á sér stóra drauma með Fjölni og þekkir hverja þúfu á Fjölnissvæðinu. Hann hefur sýnt mikla færni í að ná því besta út úr sínum leikmönnum og smíða nýtt lið þrátt fyrir að missa frá sér lykilmenn.
Enn og aftur fylla Fjölnismenn í skörð lykilmanna
Styrkleikar: Ágúst þekkir það vel að púsla saman nýju liði og hefur tekist vel til hingað til. Unglingastarfið í Grafarvoginum er margrómað og fleiri uppaldir strákar verða í lykilhlutverkum en oft áður. Samheldni sem ekki er hægt að kaupa. Síðustu tímabil hafa verið góð og félagið búið að festa sig rækilega í sessi í deild þeirra bestu. Það eru forsendur fyrir því að halda áfram að gera góða hluti.
Veikleikar: Eftir ferskleika og flott tilþrif í Reykjavíkurmótinu hrundi spilamennska Fjölnis í Lengjubikarnum þar sem liðið hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli. Fjölnismenn hafa misst stóra bita úr hópnum frá því í fyrra eins og Martin Lund Pedersen sem fór í Blika. Þá er vörnin stórt spurningamerki eftir að Tobias Salquist, Daniel Ivanovski og Viðar Ari Jónsson fóru allir. Spurning er hversu mikið er eftir á bensíntanki Igor Taskovic sem fenginn var? Margir óreyndir leikmenn þurfa að stíga upp á stóra sviðinu.
Lykilmenn: Þórður Ingason og Þórir Guðjónsson. Það mun mikið mæða á Þórði í markinu fyrir aftan nýja varnarlínu liðsins og mikilvægt að hann verði í stuði í rammanum og hans reynsla nýtist. Þórir er algjör lykilhlekkur sóknarlega, er alltaf líklegur til að skora og andstæðingarnir mega ekki missa sjónar af. Leikmaður sem lætur verkin tala inni á vellinum.
Gaman að fylgjast með: Birnir Snær Ingason var farinn að láta almennilega til sín taka í fyrra og gæti þessi hæfileikaríki leikmaður tekið næsta skref og sprungið út í sumar. Þessi 21 árs leikmaður býr yfir stórskemmtilegri boltatækni og er væntanlega staðráðinn í að verða næstur í röð Fjölnismanna sem fer út í atvinnumennsku.
Spurningamerkið: Hversu tilbúnir eru ungu leikmennirnir í Fjölni að stíga í það hlutverk að verða lykilmenn og taka aukna ábyrgð? Miðvörðurinn ungi Hans Viktor Guðmundsson vakti athygli seinni hluta síðasta sumars en hann hefur verið fyrirliði á undirbúningstímabilinu og kröfurnar orðnar enn meiri.
Völlurinn: Fjölnisvöllur er með 800 sæti í þaklausri stúku. Afar vinalegt vallarstæði við sundlaugina í Grafarvoginum. Fjöldi heimamanna í liðinu og margir spennandi leikmenn ættu að stuðla að aukinni mætingu á völlinn.
„Ég vil halda áfram að bæta árangurinn"
Formaðurinn segir – Árni Hermannsson
„Spáin er alveg eðlileg. Ég vil halda áfram að bæta árangurinn eins og við höfum gert undanfarin ár og þá hlýtur markmiðið að vera þriðja sætið. Það á eftir að slípa liðið aðeins betur saman, við höfum ekki verið merkilegir í leikjunum undanfarið. Það eru svolítið miklar breytingar á liðinu en ég hef tröllatrú á þessum ungu drengjum sem eru að koma upp. Ég hef líka tröllatrú á Gústa og svo erum við með hörku útlendinga."
Sjá einnig:
Gústi Gylfa: Það er ekki fyrsta summan sem skiptir öllu máli
Fyrirliðinn sem var í B-liði fyrir þremur árum
Hin hliðin - Birnir Snær Ingason
Komnir:
Bojan Stefán Ljubicic frá Keflavík
Igor Taskovic frá Víkingi R.
Ivaca Dzolan frá Króatíu
Farnir:
Daniel Ivanovski
Guðmundur Karl Guðmundsson í FH
Guðmundur Böðvar Guðjónsson í ÍA
Martin Lund Pedersen í Breiðablik
Ólafur Páll Snorrason í FH
Tobias Salquist (Var í láni)
Viðar Ari Jónsson í Brann
Leikmenn Fjölnis sumarið 2017:
12 Þórður Ingason
30 Jökull Blængsson
2 Mario Tadejevic
4 Gunnar Már Guðmundsson
5 Ivica Dzolan
6 Igor Taskovic
7 Bojan Stefán Ljubicic
8 Igor Jugovic
9 Þórir Guðjónsson
10 Ægir Jarl Jónasson
11 Birnir Snær Ingason
13 Anton Freyr Ársælsson
15 Tryggvi Magnússon
16 Tumi Guðjónsson
17 Magnús Pétur Bjarnason
18 Marcus Solberg Mathiasen
19 Hallvarður Óskar Sigurðarson
21 Ingibergur Kort Sigurðsson
22 Kristjan Örn Marko Stosic
23 Jónas Breki Svavarsson
24 Torfi Tímoteus Gunnarsson
25 Þorgeir Ingvarsson
26 Sigurjón Már Markússon
27 Ingimundur Níels Óskarsson
28 Hans Viktor Guðmundsson
Leikir Fjölnis 2017:
30.apríl ÍBV – Fjölnir
8.maí Fjölnir – Breiðablik
14.maí KA – Fjölnir
22.maí FH – Fjölnir
28.maí Fjölnir – Stjarnan
5.júní Víkingur R – Fjölnir
15.júní Fjölnir – Víkingur Ó
19.júní ÍA – Fjölnir
25.júní Fjölnir – Valur
9.júlí KR- Fjölnir
17.júlí Fjölnir – Grindavík
23.júlí Fjölnir – ÍBV
31.júlí Breiðablik – Fjölnir
8.ágúst Fjölnir – KA
14.ágúst Fjölnir – FH
21.ágúst Stjarnan – Fjölnir
27.ágúst Fjölnir – Víkingur R
9.sept Víkingur Ó – Fjölnir
14.sept Fjölnir – ÍA
18.sept Valur – Fjölnir
24.sept Fjölnir – KR
30.sept Grindavík - Fjölnir
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir