Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 25. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR í Pepsi-deild karla er spáð 3. sæti í deildinni. Í dag er það varnarmaðurinn, Aron Bjarki Jósepsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Aron Bjarki Jósepsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Systir Jóa festist í upphafi meistaraflokksferilsins (takk Jónas Hallgríms!).

Aldur: 27 ára.

Hjúskaparstaða: í sambúð, og á 2 börn.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára, sumarið 2006.

Uppáhalds drykkur: Kókó Mjólk.

Uppáhalds matsölustaður: Haninn er í miklu uppáhaldi.

Hvernig bíl áttu: Volkswagen Bora og einn gamlan Toyota Corolla.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: All Time: Friends, Núna: House of Cards.

Uppáhalds tónlistarmaður: Billy Joel.

Uppáhalds samskiptamiðill: Facebook.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Farid Zato.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nýji ísinn í Vestubæjarís, Mars og Þrist.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mjólk, Kristal , grísk jógúrt, bananar.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Maður veit aldrei. Spila samt líklega ekki með Magna Grenivík í þessu lífi.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Andrea Pirlo.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elfar Árni (góður vinur utan vallar samt).

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitlarnir 2011 og 2013.

Mestu vonbrigðin: Fall með Völsungi úr 2. deild 2008.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd. Er líka grjótharður Southend United stuðningsmaður.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðjón Baldvins.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Panta einhverja solid utanlandsferð.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Það hlýtur að vera Völsungur. Atli Barkarson er nýjasta ungstirnið þar!.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Mér finnst alltaf vera einhver falleg ára í kringum Grétar Sigfinn.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Unnur Mjöll Hafliðadóttir, leikmaður Völsungs er uppáhalds knattspyrnukonan mín á Íslandi í alla staði, eftir að kærastan mín lagði skóna á hilluna.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Henrik Bödker er alltaf virkur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Mér fannst mjög fyndið þegar að Finnur Orri hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta deildarmark á ferlinum síðasta sumar. Ennþá fyndnara þegar hann fór að sækjast eftir því í fjölmiðlum að markið yrði skráð á sig, þrátt fyrir að boltinn hafi skoppað af svona 6 manns áður en hann lak í netið.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Klæði börnin mín í fötin og keyri þeim á leikskóla.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, mest með körfubolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Skærgrænum gamaldags Nike Tiempo í augnablikinu.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Engu, ég er frábær námsmaður.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fly on the wings of love.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég ákvað að koma fram í Minute to Win it þætti. Það var óþægilegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hádegisklúbburinn væri mjög góður á eyðieyju; Almarr, Egill Jóns, Atli Sigurjóns og Ejub sem heiðursgest.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef spilað allar stöður á vellinum í meistaraflokki.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: KR
Willum: Synirnir mínir hörðustu gagnrýnendur
Skúli Jón: Þessi liðsfundur var 'sjokk on the spot'
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner