mán 24.apr 2017 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski |
|
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Stjarnan
Stjarnan endar í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar ef spá Fótbolta.net rætist. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Stjarnan 76
5. Breiðablik 66 stig
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Eftir Íslandsmeistaratitil árið 2014 þá náðu Garðbæingar ekki Evrópusæti árið 2015. Í fyrra gekk betur og Stjarnan endaði í 2. sæti er næstbesti árangurinn í sögu félagsins. Stjarnan náði þó aldrei að veita FH almennilega samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Leikmannahópurinn er nokkuð svipaður og í fyrra og markið í Garðabænum er sett hærra en spáin segir til um.
Þjálfari – Rúnar Páll Sigmundsson Rúnar Páll er fyrrum leikmaður Stjörnunnar og öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann er nú á leið inn í sitt fjórða sumar með liðið. Á fyrsta ári skilaði hann Íslandsmeistaratitli. Hvað gerir hann með Garðbæinga í sumar?
Styrkleikar: Stjarnan spilaði á fjórum mismunandi markvörðum í fyrra og óvissan í markmannsmálum truflaði liðið mikið. Haraldur Björnsson kom heim úr atvinnumennsku síðastliðið haust og markmannsstaðan er í toppmálum hjá honum. Breiddin í hópnum var mikil í fyrra og hún er ekki síðri í ár. Ungir og efnilegir hafa fengið tækifæri í vetur og sýnt góða takta. Miðjan hjá Stjörnunni er gríðarlega öflug en þar er liðið með marga klóka og öfluga leikmenn.
Veikleikar: Stjarnan prófaði þriggja manna vörn í vetur en er nú að fara aftur í fjögurra manna vörn eins og í fyrra. Flakk með leikkerfin gæti truflað liðið að einhverju leyti. Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson áttu báðir í miklum erfiðleikum með að skora í fyrra og voru líka í vandræðum í Lengjubikarnum. Stjarnan þarf fleiri mörk frá framherjum sínum og það er pressa á Guðjóni og Hólmberti að gera betur. Stjarnan fékk einungis tvö stig af tólf mögulegum gegn FH og KR í fyrra. Liðið þarf að ná í fleiri stig í toppbaráttuslögunum í sumar.
Lykilmenn: Hilmar Árni Halldórsson og Baldur Sigurðsson. Hilmar Árni var besti maður Stjörnunnar á síðasta tímabili eftir að hafa komið til liðsins frá Leikni. Lagði upp fjöldan allan af mörkum og föstu leikatriðin hjá honum eru baneitruð. Smalinn hefur gífurlega reynslu úr Pepsi-deildinni og hann er gífurlega mikilvægur fyrir Stjörnumenn.
Gaman að fylgjast með: Kristófer Konráðsson, fæddur 1998, spilaði alla leikina í Lengjubikarnum og skoraði tvö mörk. Efnilegur miðjumaður sem gæti fengið mínútur í sumar.
Spurningamerkið: Er varnarleikurinn orðinn nægilega góður til að liðið geti orðið Íslandsmeistari? Stjarnan fékk flest mörk á sig af öllum liðum í efri hluta deildarinnar í fyrra. Garðbæingar hafa unnið í varnarleiknum í vetur en spurning er hvort vörnin haldi þegar mest á reynir í sumar.
Völlurinn: Stjarnan varð fyrsta félagið í efstu deild á Íslandi til að leika alla heimaleiki sína á gervigrasi og það sama er uppi á teningnum í ár. Samsung völlurinn er skemmtilegur heim að sækja og umgjörðin í leiki góð hjá Stjörnumönnum þó að stundum sé svolítið kalt í stúkunni.
Formaðurinn segir – Sæmundur Friðjónsson
„Takk fyrir flotta spá, okkur var spáð 4.sæti 2014 þannig að mér lýst vel á þetta. Metnaður og markmið Stjörnunnar er hins vegar þannig að allt annað en efstu 3 sætin væru vonbrigði. Undanfarin ár höfum við verið að staðsetja okkur sem topp klúbb á Íslandi og höfum lagt mikið á okkur í þeirri vegferð. Við erum með gríðalega flottan heimavöll, góða stemmingu með Silfurskeiðina í broddi fylkingar, umgjörð kringum leikmenn og þjálfara er ein sú besta á landinu, barna- og unglingastarfið hefur verið frábært þannig að forsendur fyrir árangri eru til staðar. Leikmannahópurinn hjá okkur er öflugur og verður mikil barátta um þær stöður sem eru boði. Fyrirfram myndi ég því alls ekki þiggja 4.sætið, stefnan er tekin hærra.“
Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bærinn fer á hliðina við þetta
Hin hliðin - Ævar Ingi Jóhannesson
Gerði beinagrind vinsæla á Snapchat
Komnir:
Dagur Austmann Hilmarsson frá Danmörku
Haraldur Björnsson frá Lilleström
Jósef Kristinn Jósefsson frá Grindavík
Máni Austmann Hilmarsson frá Danmörku
Óttar Bjarni Guðmundsson frá Leikni R.
Farnir:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Þrótt
Guðjón Orri Sigurjónsson í Selfoss
Halldór Orri Björnsson í FH
Hörður Fannar Björgvinsson í Njarðvík
Veigar Páll Gunnarsson í FH
Leikmenn Stjörnunnar sumarið 2017:
1 Haraldur Björnsson
2 Brynjar Gauti Guðjónsson
3 Jósef Kristinn Jósefsson
4 Jóhann Laxdal
5 Óttar Bjarni Guðmundsson
6 Þorri Geir Rúnarsson
7 Guðjón Baldvinsson
8 Baldur Sigurðsson
9 Daníel Laxdal
10 Hilmar Árni Halldórsson
11 Arnar Már Björgvinsson
12 Heiðar Ægisson
14 Hörður Árnason
16 Ævar Ingi Jóhannesson
17 Ólafur Karl Finsen
18 Jón Arnar Barðdal
19 Hólmbert Aron Friðjónsson
20 Eyjólfur Héðinsson
22 Þórhallur Kári Knútsson
23 Dagur Austmann Hilmarsson
25 Sveinn Sigurður Jóhannesson
26 Kristófer Konráðsson
27 Máni Austmann Hilmarsson
29 Alex Þór Hauksson
30 Kári Pétursson
33 Ágúst Leó Björnsson
Leikir Stjörnunar 2017:
1.maí Grindavík – Stjarnan
7.maí Stjarnan – ÍBV
14.maí Breiðablik – Stjarnan
21.maí Stjarnan – KA
28.maí Fjölnir – Stjarnan
4.júní FH – Stjarnan
15.júní Stjarnan – Víkingur R
19.júní Víkingur Ó – Stjarnan
24.júní Stjarnan – ÍA
9.júlí Valur – Stjarnan
16.júlí Stjarnan – KR
23.júlí Stjarnan – Grindavík
30.júlí ÍBV – Stjarnan
9.ágúst Stjarnan – Breiðablik
14.ágúst KA – Stjarnan
21.ágúst Stjarnan – Fjölnir
27.ágúst Stjarnan – FH
9.sept Víkingur R – Stjarnan
14.sept Stjarnan – Víkingur Ó
17.sept ÍA – Stjarnan
24.sept Stjarnan Valur
30.sept KR – Stjarnan
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. Stjarnan 76
5. Breiðablik 66 stig
6. Fjölnir 52 stig
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Eftir Íslandsmeistaratitil árið 2014 þá náðu Garðbæingar ekki Evrópusæti árið 2015. Í fyrra gekk betur og Stjarnan endaði í 2. sæti er næstbesti árangurinn í sögu félagsins. Stjarnan náði þó aldrei að veita FH almennilega samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Leikmannahópurinn er nokkuð svipaður og í fyrra og markið í Garðabænum er sett hærra en spáin segir til um.
Þjálfari – Rúnar Páll Sigmundsson Rúnar Páll er fyrrum leikmaður Stjörnunnar og öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann er nú á leið inn í sitt fjórða sumar með liðið. Á fyrsta ári skilaði hann Íslandsmeistaratitli. Hvað gerir hann með Garðbæinga í sumar?
Markmannsmálin komin í lag
Styrkleikar: Stjarnan spilaði á fjórum mismunandi markvörðum í fyrra og óvissan í markmannsmálum truflaði liðið mikið. Haraldur Björnsson kom heim úr atvinnumennsku síðastliðið haust og markmannsstaðan er í toppmálum hjá honum. Breiddin í hópnum var mikil í fyrra og hún er ekki síðri í ár. Ungir og efnilegir hafa fengið tækifæri í vetur og sýnt góða takta. Miðjan hjá Stjörnunni er gríðarlega öflug en þar er liðið með marga klóka og öfluga leikmenn.
Veikleikar: Stjarnan prófaði þriggja manna vörn í vetur en er nú að fara aftur í fjögurra manna vörn eins og í fyrra. Flakk með leikkerfin gæti truflað liðið að einhverju leyti. Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson áttu báðir í miklum erfiðleikum með að skora í fyrra og voru líka í vandræðum í Lengjubikarnum. Stjarnan þarf fleiri mörk frá framherjum sínum og það er pressa á Guðjóni og Hólmberti að gera betur. Stjarnan fékk einungis tvö stig af tólf mögulegum gegn FH og KR í fyrra. Liðið þarf að ná í fleiri stig í toppbaráttuslögunum í sumar.
Lykilmenn: Hilmar Árni Halldórsson og Baldur Sigurðsson. Hilmar Árni var besti maður Stjörnunnar á síðasta tímabili eftir að hafa komið til liðsins frá Leikni. Lagði upp fjöldan allan af mörkum og föstu leikatriðin hjá honum eru baneitruð. Smalinn hefur gífurlega reynslu úr Pepsi-deildinni og hann er gífurlega mikilvægur fyrir Stjörnumenn.
Gaman að fylgjast með: Kristófer Konráðsson, fæddur 1998, spilaði alla leikina í Lengjubikarnum og skoraði tvö mörk. Efnilegur miðjumaður sem gæti fengið mínútur í sumar.
Spurningamerkið: Er varnarleikurinn orðinn nægilega góður til að liðið geti orðið Íslandsmeistari? Stjarnan fékk flest mörk á sig af öllum liðum í efri hluta deildarinnar í fyrra. Garðbæingar hafa unnið í varnarleiknum í vetur en spurning er hvort vörnin haldi þegar mest á reynir í sumar.
Völlurinn: Stjarnan varð fyrsta félagið í efstu deild á Íslandi til að leika alla heimaleiki sína á gervigrasi og það sama er uppi á teningnum í ár. Samsung völlurinn er skemmtilegur heim að sækja og umgjörðin í leiki góð hjá Stjörnumönnum þó að stundum sé svolítið kalt í stúkunni.
„Takk fyrir flotta spá"
Formaðurinn segir – Sæmundur Friðjónsson
„Takk fyrir flotta spá, okkur var spáð 4.sæti 2014 þannig að mér lýst vel á þetta. Metnaður og markmið Stjörnunnar er hins vegar þannig að allt annað en efstu 3 sætin væru vonbrigði. Undanfarin ár höfum við verið að staðsetja okkur sem topp klúbb á Íslandi og höfum lagt mikið á okkur í þeirri vegferð. Við erum með gríðalega flottan heimavöll, góða stemmingu með Silfurskeiðina í broddi fylkingar, umgjörð kringum leikmenn og þjálfara er ein sú besta á landinu, barna- og unglingastarfið hefur verið frábært þannig að forsendur fyrir árangri eru til staðar. Leikmannahópurinn hjá okkur er öflugur og verður mikil barátta um þær stöður sem eru boði. Fyrirfram myndi ég því alls ekki þiggja 4.sætið, stefnan er tekin hærra.“
Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bærinn fer á hliðina við þetta
Hin hliðin - Ævar Ingi Jóhannesson
Gerði beinagrind vinsæla á Snapchat
Komnir:
Dagur Austmann Hilmarsson frá Danmörku
Haraldur Björnsson frá Lilleström
Jósef Kristinn Jósefsson frá Grindavík
Máni Austmann Hilmarsson frá Danmörku
Óttar Bjarni Guðmundsson frá Leikni R.
Farnir:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Þrótt
Guðjón Orri Sigurjónsson í Selfoss
Halldór Orri Björnsson í FH
Hörður Fannar Björgvinsson í Njarðvík
Veigar Páll Gunnarsson í FH
Leikmenn Stjörnunnar sumarið 2017:
1 Haraldur Björnsson
2 Brynjar Gauti Guðjónsson
3 Jósef Kristinn Jósefsson
4 Jóhann Laxdal
5 Óttar Bjarni Guðmundsson
6 Þorri Geir Rúnarsson
7 Guðjón Baldvinsson
8 Baldur Sigurðsson
9 Daníel Laxdal
10 Hilmar Árni Halldórsson
11 Arnar Már Björgvinsson
12 Heiðar Ægisson
14 Hörður Árnason
16 Ævar Ingi Jóhannesson
17 Ólafur Karl Finsen
18 Jón Arnar Barðdal
19 Hólmbert Aron Friðjónsson
20 Eyjólfur Héðinsson
22 Þórhallur Kári Knútsson
23 Dagur Austmann Hilmarsson
25 Sveinn Sigurður Jóhannesson
26 Kristófer Konráðsson
27 Máni Austmann Hilmarsson
29 Alex Þór Hauksson
30 Kári Pétursson
33 Ágúst Leó Björnsson
Leikir Stjörnunar 2017:
1.maí Grindavík – Stjarnan
7.maí Stjarnan – ÍBV
14.maí Breiðablik – Stjarnan
21.maí Stjarnan – KA
28.maí Fjölnir – Stjarnan
4.júní FH – Stjarnan
15.júní Stjarnan – Víkingur R
19.júní Víkingur Ó – Stjarnan
24.júní Stjarnan – ÍA
9.júlí Valur – Stjarnan
16.júlí Stjarnan – KR
23.júlí Stjarnan – Grindavík
30.júlí ÍBV – Stjarnan
9.ágúst Stjarnan – Breiðablik
14.ágúst KA – Stjarnan
21.ágúst Stjarnan – Fjölnir
27.ágúst Stjarnan – FH
9.sept Víkingur R – Stjarnan
14.sept Stjarnan – Víkingur Ó
17.sept ÍA – Stjarnan
24.sept Stjarnan Valur
30.sept KR – Stjarnan
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir