Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 10. janúar
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 25.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

„Þessi liðsfundur var mesta sjokk on the spot sem ég hef orðið fyrir“

Þrátt fyrir að eiga mörg ár eftir í fótboltanum og að hafa leikið erlendis í þrjú ár þá er Skúli Jón Friðgeirsson á topp tíu yfir leikjahæstu leikmenn KR í efstu deild frá upphafi. Hinn 28 ára gamli Skúli byrjaði að spila með KR í efstu deild árið 2005 og hefur gengið í gegnum súrt og sætt með uppeldisfélaginu.

,,Það hefur aldrei komið neitt annað til greina en að spila fyrir KR þegar maður er á Íslandi.  Það er alltaf mikill metnaður þar og það eru alltaf ákveðin markmið.
,,Það hefur aldrei komið neitt annað til greina en að spila fyrir KR þegar maður er á Íslandi. Það er alltaf mikill metnaður þar og það eru alltaf ákveðin markmið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var skrýtið að fara út á miðvikudegi til Noregs og ákveða síðan á fimmtudegi að flytja til Svíþjóðar.
„Það var skrýtið að fara út á miðvikudegi til Noregs og ákveða síðan á fimmtudegi að flytja til Svíþjóðar.
Mynd/Getty Images
,,Ég var pirraður út í hann fyrst en ég nenni ekki að hugsa um það lengur.
,,Ég var pirraður út í hann fyrst en ég nenni ekki að hugsa um það lengur.
Mynd/Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Allt þetta mótlætis tímabil var erfitt. Maður hafði aldrei lent í því að vera svona algjörlga fyrir utan lið. Þarna upplifði maður hvernig atvinnumennskan er. Ef maður er ekki að delivera í hverri viku þá er maður settur út í kuldann.“
„Allt þetta mótlætis tímabil var erfitt. Maður hafði aldrei lent í því að vera svona algjörlga fyrir utan lið. Þarna upplifði maður hvernig atvinnumennskan er. Ef maður er ekki að delivera í hverri viku þá er maður settur út í kuldann.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Maður hefði getað beðið fram í mars eða apríl án félags en KR kallaði og það var mjög gott að koma heim.
,,Maður hefði getað beðið fram í mars eða apríl án félags en KR kallaði og það var mjög gott að koma heim.
Mynd/Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
,,Það eru ekki margir að fara að kaupa 29 ára gamlan leikmann frá Íslandi. Eini glugginn er í haust og við sjáum til hvernig gengur í sumar. Ég er í fínu standi og það væri gaman að reyna þetta. Ég myndi gera hlutina töluvert öðruvísi ef ég fengi að fara aftur út.
,,Það eru ekki margir að fara að kaupa 29 ára gamlan leikmann frá Íslandi. Eini glugginn er í haust og við sjáum til hvernig gengur í sumar. Ég er í fínu standi og það væri gaman að reyna þetta. Ég myndi gera hlutina töluvert öðruvísi ef ég fengi að fara aftur út.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég spilaði með Bjarna og hann er frábær fótboltamaður sem hefur flottar hugmyndir um fótbolta.  Hann er líka flottur karakter.  Þess vegna hafði ég og hef ennþá mikla trú á honum í þjálfun en þetta er greinilega ekki létt skref að fara beint úr því að vera leikmaður og vera þjálfari, menn þurfa að læra ýmislegt.“
„Ég spilaði með Bjarna og hann er frábær fótboltamaður sem hefur flottar hugmyndir um fótbolta. Hann er líka flottur karakter. Þess vegna hafði ég og hef ennþá mikla trú á honum í þjálfun en þetta er greinilega ekki létt skref að fara beint úr því að vera leikmaður og vera þjálfari, menn þurfa að læra ýmislegt.“
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er uppalinn miðjumaður og það er ótrúlega gaman að spila á miðjunni aftur.  Ég byrjaði á kanti í meistaraflokki, fór í bakvörð og svo í miðvörð.
„Ég er uppalinn miðjumaður og það er ótrúlega gaman að spila á miðjunni aftur. Ég byrjaði á kanti í meistaraflokki, fór í bakvörð og svo í miðvörð.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Það var frábær undankeppni og frábært lið. Uppistaðan í þessu liði er sama og er uppistaðan í landsliðinu í dag. Það voru frábærir leikmenn í þessu liði og miklir vinir. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum að ná alvöru árangri og þetta var ótrúlega gaman.“
„Það var frábær undankeppni og frábært lið. Uppistaðan í þessu liði er sama og er uppistaðan í landsliðinu í dag. Það voru frábærir leikmenn í þessu liði og miklir vinir. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum að ná alvöru árangri og þetta var ótrúlega gaman.“
Mynd/Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
„Maður fór strax að verða pínu fúll.  Ef maður hefði átt að vera á bekknum þá hefði þetta verði aðeins öðruvísi.  Þegar skilaboðin voru þau að maður ætti að vera upp í stúku þá var þetta mikið sjokki því að ég hélt að ég væri að fara að spila.“
„Maður fór strax að verða pínu fúll. Ef maður hefði átt að vera á bekknum þá hefði þetta verði aðeins öðruvísi. Þegar skilaboðin voru þau að maður ætti að vera upp í stúku þá var þetta mikið sjokki því að ég hélt að ég væri að fara að spila.“
Mynd/Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
„Við skildum dótið eftir úti í rútu.  Við vorum inni í klefa en síðan áttum við að fara upp í stúku.  Þegar var klukkutími í leik kom einhver og sagði að allir mættu vera á bekknum.  Þá var einhver sendur út í rútu að sækja dótið og við sátum á bekknum það sem eftir var leiks.
„Við skildum dótið eftir úti í rútu. Við vorum inni í klefa en síðan áttum við að fara upp í stúku. Þegar var klukkutími í leik kom einhver og sagði að allir mættu vera á bekknum. Þá var einhver sendur út í rútu að sækja dótið og við sátum á bekknum það sem eftir var leiks.
Mynd/Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
,,Ég prófaði núna að stytta undirbúningstímabilið rosalega og keyra það hraðar. Ég reyni þá að æfa sjálfur eins og ég get.“
,,Ég prófaði núna að stytta undirbúningstímabilið rosalega og keyra það hraðar. Ég reyni þá að æfa sjálfur eins og ég get.“
Mynd/Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Ég á lítinn hund sem vinir mínir segja að ég sé alltof mikið með.
„Ég á lítinn hund sem vinir mínir segja að ég sé alltof mikið með.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur aldrei komið neitt annað til greina en að spila fyrir KR þegar maður er á Íslandi. Það er alltaf mikill metnaður þar og það eru alltaf ákveðin markmið. Það einfaldar hlutina að hafa þessa titla og Evrópukeppni til að horfa til,“ segir Skúli í viðtali við Fótbolta.net.

Árið 2011 hjálpaði Skúli liði KR að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti í átta ár. „Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum Íslandsmeistaratitli. 2011 var ég farinn að finna að næsta skref væri að fara út og ég lagði allt í sölurnar til að geta kvatt með þessum titli. Ég ætlaði síðan ekkert að koma til baka fyrr en ég væri eldgamall en hlutirnir spiluðust öðruvísi,“ útskýrir Skúli en dvöl hans í atvinnumennsku erlendis fór á annan hátt en hann hafði vonast til.

Skúli var á leið til norska félagsins Sogndal í lok félagaskiptagluggans þar í landi í mars 2012. Það átti eftir að breytast því Skúli skrifaði að lokum undir hjá Elfsborg í Svíþjóð, nokkrum klukkutímum áður en glugginn lokaði.

„Það var skrýtið að fara út á miðvikudegi til Noregs og ákveða síðan á fimmtudegi að flytja til Svíþjóðar,“ segir Skúli. „Ég mætti til Noregs að skoða aðstæður hjá Sogndal sem var lið í neðri hlutanum í Noregi . Það var ekki mikill peningur í boði þar. Samningaviðræður þar gengu hægt og þá fékk ég símtal um að það væri komið annað lið inn í myndina.“

„Mér leið illa fyrir hönd Sogndal á þessum tíma. Þeir vissu ekki neitt. Þeir flugu mér út og síðan var ég farinn. Við höfðum verið í viðræðum og það var komin pínu pattstaða en svo fórum við allt í einu og þeir gátu ekki einu sinni komið með nýtt tilboð.“

„Þetta er tískuaðgerð sem margir hafa farið í og það er ekki komin almennileg reynsla á hana. Ég var ekki að glíma við svakaleg meiðsli á þessum tíma og menn vita ekki hvort þetta hafi verið rétta skrefið þarna.“
Elfsborg varð sænskur meistari árið 2012 en Skúli lék einungis fimm leiki með liðinu á tímabilinu þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt tímabil fyrir mig því að Elfsborg dæmið fór út um gluggann á þessu tímabili.“

„Ég fór í uppskurð á mjöðminni. Þetta er tískuaðgerð sem margir hafa farið í og það er ekki komin almennileg reynsla á hana. Ég var ekki að glíma við svakaleg meiðsli á þessum tíma og menn vita ekki hvort þetta hafi verið rétta skrefið þarna. Félagið og læknirinn, sem á að vera mjög góður, ákváðu að þetta væri best. Það tók síðan svakalegan tíma fyrir mig að koma almennilega til baka og þá var félagið búið að gefast upp á mér.“


Er Skúli pirraður út í lækninn sem ákvað að senda hann í aðgerðina? „Já, pínu. Hann er fyrrum landsliðslæknir Englands og Svíþjóðar og á að vera rosa kall. Þetta er bara ef og hefði. Þeir vissu ekkert hvað myndi gerast ef ég myndi ekki fara í aðgerð. Þeir höfðu áhyggjur af því að þetta yrði ennþá lengra ef ég myndi geyma aðgerðina fram yfir tímabil. Ég var pirraður út í hann fyrst en ég nenni ekki að hugsa um það lengur.“

Skúli lenti aftar í röðinni hjá Elfsborg eftir meiðslin þar sem aðrir leikmenn höfðu gripið tækifærið. „Þegar ég meiðist þá fylla aðrir menn í stöðurnar. Ég spilaði fyrstu leikina í hægri bakverði og þegar ég meiddist var kantmaður færður í bakvörðinn. Sá strákur (Johan Larsson) er fyrirliði Bröndby í dag og var valinn besti varnarmaður Svíþjóðar næstu tvö árin eftir. Maður hafði kannski ekki heppnina með sér en maður lærði mikið á þessum tíma. Þetta var leiðinlegt því að þessi klúbbur er frábær.“

Kynntist kærustunni í Svíþjóð
Skúli var lengi frá vegna meiðslanna og hann segir að það hafi tekið á. „Allt þetta mótlætis tímabil var erfitt. Maður hafði aldrei lent í því að vera svona algjörlega fyrir utan lið. Þarna upplifði maður hvernig atvinnumennskan er. Ef maður er ekki að delivera í hverri viku þá er maður settur út í kuldann.“

Á svipuðum tíma og Skúli varð fyrir meiðslunum í Svíþjóð kynntist hann unnustu sinni Jennifer Berg. „Það hjálpaði. Þunglyndis meiðslin urðu skárri. Ég var ekki bara einn heima að gráta. Það var ljósið í myrkrinu á þessum tíma og ég tók eitthvað gott frá Boras (bænum sem Elfsborg er frá). Ég er með tengingu þar og kem reglulega þangað. Eins steikt og það hljómar þá ber ég ótrúlega hlýjar taugar til félagsins. Ég fer niður á völl og hitti strákana og kallana í kringum liðið þegar ég er þarna í heimsókn.“

Jennifer hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta en hún er mikið á ferðalögum erlendis af þeim sökum. Hún lék meðal annars með Formulu 1 ökuþórnum Lewis Hamilton í stórri auglýsingaherferð fyrir L‘Oreal.

„Hún byrjaði almennilega í þessu á svipuðum tíma og við fluttum hingað. Hún kunni ekki tungumálið á Íslandi og þá var fínt að vera í þessu og vera meira á ferðinni. Hún býr samt hérna og hefur verið mikið hérna á undanförnu. Þetta er skemmtileg vinna og henni finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er mjög stoltur af henni. Það er margt verra heldur en að vera í þessu,“ sagði Skúli.

Vill fá tækifæri tvö í atvinnumennsku erlendis
Árið 2013 var Skúli að komast aftur í gang eftir meiðslin og þegar ljóst var að hann væri ekki í myndinni hjá Elfsborg þá fór hann á láni til Gefle í sænsku úrvalsdeildinni árið 2014.

„Það var fínt skref þannig lagað. Það er klúbbur sem er vanur því að vera í fallbaráttu. Ég var kominn í betra stand þarna en náði samt ekki að stimpla mig almennilega inn. Ég spilaði helminginn af leikjunum og var helminginn á bekknum. Þetta gekk upp og niður og þá var næsta skref að skoða hvort ég myndi koma heim eða finna eitthvað annað úti.“

„Þetta var stórfurðulegur tími því ég var ekki í neinu liði. Maður gat gert það sem maður vildi. Ég hefði getað hoppað upp í flugvél og farið eitthvert í frí. Eitthvað sem maður hafði aldrei getað gert. Maður hefði getað beðið fram í mars eða apríl án félags en KR kallaði og það var mjög gott að koma heim. Á þessum tíma var Bjarni (Guðjónsson) að taka við KR. Ég þekkti hann vel síðan ég spilaði með honum og hafði mikla trú á honum. Mér fannst það vera spennandi og ætlaði að koma heim í eitt tímabil áður en ég ætlaði að fara út. Það er síðan búið að dragast lengur,“ sagði Skúli en hann útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku.

„Það væri þá bara eftir tímabilið núna. Ef það gengi afskaplega vel þá er ég samningslaus í haust. Það eru ekki margir að fara að kaupa 29 ára gamlan leikmann frá Íslandi. Eini glugginn er í haust og við sjáum til hvernig gengur í sumar. Ég er í fínu standi og það væri gaman að reyna þetta. Ég myndi gera hlutina töluvert öðruvísi ef ég fengi að fara aftur út,“ sagði Skúli en hvað myndi hann gera öðruvisí?

„Þetta atvinnumanna umhverfi er allt annað dæmi og þú þarft að sinna þessu 100% frá degi eitt. Mér hafði gengið vel á Íslandi og ég hélt að þetta væri ekkert svakalega stórt skref. Ef þú ert ekki hæfileikaríkasti leikmaður í heimi þarftu að hugsa og lifa sem atvinnumaður allar mínútur á hverjum degi. Það gengur ekki að fara út í atvinnumennsku og halda að þetta verði mjög létt,“ segir Skúli en hann er ekki í vafa um að hann hefði getað plummað sig vel í Svíþjóð ef meiðslin hefðu ekki komið upp. „Það er þess vegna sem maður vill fá tækifæri tvö. Maður hefur spilað leiki þarna og þetta er staður sem ég get vel spilað á.“

„Í fyrra gerðist eitthvað sem maður á erfitt með að útskýra. Þetta gekk ekki.
Skúli hjálpaði KR í Evrópukeppni árið 2015 en í fyrra var liðið í fallbaráttu framan af móti áður en Willum Þór Þórsson tók við af Bjarna Guðjónssyni í lok júní.

„2015 byrjaði ágætlega og við vorum á fínni leið. Í fyrra gerðist eitthvað sem maður á erfitt með að útskýra. Þetta gekk ekki. Stundum er það þannig í fótbolta að það er erfitt að finna hvað er að þegar það er eitthvað að. Það var mjög leiðinlegt að þetta skyldi enda svoleiðis,“ sagði Skúli en hann segir leiðinlegt að þjálfaraferill Bjarna hjá KR hafi endað svona.

„Ég spilaði með Bjarna og hann er frábær fótboltamaður sem hefur flottar hugmyndir um fótbolta. Hann er líka flottur karakter. Þess vegna hafði ég og hef ennþá mikla trú á honum í þjálfun en þetta er greinilega ekki létt skref að fara beint úr því að vera leikmaður og vera þjálfari, menn þurfa að læra ýmislegt.“

KR náði Evrópusæti eftir magnaðan endasprett. „Willum gerði þetta ótrúlega vel. Hann breytti litlu en fann blöndu sem virkaði og liðið komst í gír. Það var frábært og mjög mikilvægt fyrir félagið að ná þessu Evrópusæti.“

Skúli fékk rauða spjaldið gegn Val í 17. umferð í fyrra. KR sigraði ÍBV 2-0 þegar Skúli var í banni í næsta leik og í kjölfarið var það hlutskipti hans að vera á bekknum í lokaleikjunum.

„Eftir að ég fékk rauða spjaldið þá fann Willum blöndu og við hættum ekki að vinna. Það er skiljanlegt að menn vilji ekki breyta sigurliði. Ég var alltaf að koma inn á, það gekk vel og við höfðum alltaf þetta markmið að ná Evrópusæti. Það gerði þetta léttara heldur en ef mótið hefði verið að byrja.“

Var sagt að vera upp í stúku á U21 mótinu
Undir lok móts í fyrra kom Skúli inn á sem varamaður á miðjuna og hann hefur einnig prófað að spila á miðjunni í vetur sem og í þriggja manna vörn KR-inga. „Ég er uppalinn miðjumaður og það er ótrúlega gaman að spila á miðjunni aftur. Ég byrjaði á kanti í meistaraflokki, fór í bakvörð og svo í miðvörð. Ég er ennþá að finna miðju stöðuna aftur. Það tekur tíma að komast í gírinn og ég er öruggari í miðverði. Það er hins vegar skemmtilegt að spila aðra stöðu og það brýtur þetta aðeins upp.“

Á sínum tíma var Skúli fastamaður í byrjunarliði U21 árs landslðsins í undankeppninni fyrir EM í Danmörku árið 2011. „Það var frábær undankeppni og frábært lið. Uppistaðan í þessu liði er sama og er uppistaðan í landsliðinu í dag. Það voru frábærir leikmenn í þessu liði og miklir vinir. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum að ná alvöru árangri og þetta var ótrúlega gaman.“
„ Á mínútu snerist þetta úr því að byrja leikinn í að vera upp í stúku og svo klukkutíma seinna var ég kominn aftur á bekkinn því menn kunnu ekki alveg reglurnar.“
Þegar komið var að fyrsta leik á EM varð Skúli fyrir miklu áfalli. Ekki nóg með það að hann væri ekki í byrjunarliðinu, þá var honum tilkynnt að hann væri utan hóps ásamt nokkrum öðrum leikmönnum. Um mistök voru að ræða því allir í 23 manna hópnum áttu að vera á bekknum eins og venjan er á stórmótum.

„Þessi liðsfundur var mesta sjokk on the spot sem ég hef orðið fyrir. Við höfðum aldrei verið með alla leikmennina í hópnum en ég hafði spilað alla leikina í undankeppninni í þessari stöðu og gengið vel svo ég gerði ráð fyrir því að byrja. Á mínútu snerist þetta úr því að byrja leikinn í að vera upp í stúku og svo klukkutíma seinna var ég kominn aftur á bekkinn því menn kunnu ekki alveg reglurnar.“

„Maður fór strax að verða pínu fúll. Ef maður hefði átt að vera á bekknum þá hefði þetta verði aðeins öðruvísi. Þegar skilaboðin voru þau að maður ætti að vera upp í stúku þá var þetta mikið sjokki því að ég hélt að ég væri að fara að spila.“


Dótið var sótt út í rútu
Enginn af leikmönnum í hópnum vissi af því að einhverjir leikmenn yrðu sendir upp í stúku. Sú regla var heldur ekki til og fyrir leik leiðrétti KSÍ mistökin við leikmennina. Þeir voru því allir á bekknum gegn Hvít-Rússum.

„Við skildum dótið eftir úti í rútu. Við vorum inni í klefa en síðan áttum við að fara upp í stúku. Þegar var klukkutími í leik kom einhver og sagði að allir mættu vera á bekknum. Þá var einhver sendur út í rútu að sækja dótið og við sátum á bekknum það sem eftir var leiks. Þetta augnablik var pínu steikt en Knattspyrnusambandið lærði vonandi af því Menn voru að fara í fysta skipti á stórmót og það hefur sýnt sig að það er nauðsynlegt að ná meiri professionalisma. Knattspyrnusambandið hefur örugglega lært helling af þessu móti. Það var lagt mikið í að koma þessu liði á þetta mót því menn töldu að það myndi borga sig í framtíðinni og það reyndist vera rétt,“ segir Skúli en hann segir vikurnar í Danmörku hafa reynt á sig.

„Þetta var mjög erfitt mót. Ég var klár á því að ég væri á leiðinni út í atvinnumennsku og ég ætlaði að nota þetta mót til að koma mér út. Síðan spilaði ég ekki mínútu. Ég náði að snúa því mér í hag því að ég notaði pirringinn að ég fékk ekki að spila í Danmörku með því að vera staðráðinn í að sýna mönnum að það hefði verið rangt. Sumarið 2011 gekk vel hjá mér.“

Barcelona og Real Madrid rígur
Skúli kláraði viðskiptafræðinám um áramótin og hefur einbeitt sér að fótboltanum fyrir Íslandsmótið í ár.

„Ég hef stillt undirbúningstímabilinu öðruvísi upp. Ég var að glíma við meiðsli síðasta sumar og ég hef verið að reyna að halda þeim niðri. Ég gerði mest lítið annað en að vera hjá sjúkraþjálfara og halda mér í formi fram í lok janúar. Strax eftir áramót fór ég í þriggja vikna frí til Tælands til að hlaða batteríin. Svo fór ég inn í þriggja mánaða skandinavískt undirbúningstímabil sem er styttra en um leið erfiðara. Það er rosa erfitt að fara inn í sex mánaða undirbúningstímabil þegar maður hefur gert það oft aður. Ég gerði það í fyrra og fann að það er erfitt andlega og líkamlega. Ég prófaði núna að stytta undirbúningstímabilið rosalega og keyra það hraðar. Ég reyni þá að æfa sjálfur eins og ég get.“

Utan vallar er Skúli mikill íþróttaáhugamaður. „Ég á lítinn hund sem vinir mínir segja að ég sé alltof mikið með. Síðan vil ég vera með vinum og fjölskyldu auk þess sem ég er áhugamaður um mat. Ég er mikill fótboltaáhugamaður og fylgist til dæmis ennþá mikið með sænsku deildinni,“ sagði Skúli en hann er mikill Barcelona maður.

„Ég fylgist meira með ensku deildina út af því hvernig umhverfið er á Íslandi. Ég er United maður en ég er samt ekki harðasti United maður í heimi. Ég er meiri Barcelona maður. Mér finnst menningin í kringum félagið vera svo geðveik. Ég hef alltaf gaman af liðum sem hafa stefnu í því hvernig fótbolta þau vilja spila og fylgja því.“

Benedikt Valsson, þekktur sem Hraðfrétta Benni, er góður vinur Skúla. Benedikt er harður stuðningsmaður Real Madrid og rígurinn er skemmtilegur á milli þeirra félaga. „Það gerði mig kannski að ennþá meiri Barcelona manni. Okkur finnst gaman að þessum ríg og við reynum að pumpa þetta upp í hvor öðrum,“ sagði Skúli léttur að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: KR
Willum: Synirnir mínir hörðustu gagnrýnendur
Hin hliðin: Aron Bjarki Jósepsson
Athugasemdir
banner