Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
banner
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
laugardagur 23. nóvember
Championship
Ekkert mark hefur verið skorað
Bristol City 0 - 0 Burnley
Coventry 0 - 0 Sheffield Utd
Luton - Hull City - 15:00
Millwall - Sunderland - 15:00
Oxford United - Middlesbrough - 15:00
Preston NE - Derby County - 15:00
QPR - Stoke City - 15:00
Sheff Wed 0 - 0 Cardiff City
West Brom - Norwich - 15:00
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Brighton - 15:00
Arsenal - Nott. Forest - 15:00
Aston Villa - Crystal Palace - 15:00
Everton - Brentford - 15:00
Fulham - Wolves - 15:00
Leicester 0 - 0 Chelsea
Man City - Tottenham - 17:30
Division 1 - Women
Le Havre W - Lyon - 16:00
PSG (kvenna) - Dijon W - 20:00
Guingamp W - Reims W - 16:00
Saint-Etienne W - Montpellier W - 14:30
Ekkert mark hefur verið skorað
Bundesligan
Leverkusen - Heidenheim - 14:30
Stuttgart - Bochum - 14:30
Dortmund - Freiburg - 14:30
Eintracht Frankfurt - Werder - 17:30
Hoffenheim - RB Leipzig - 14:30
Wolfsburg - Union Berlin - 14:30
WORLD: International Friendlies
Tunisia U-20 - Algeria U-20 - 15:00
Algeria U-17 - Morocco U-17 - 17:00
Morocco U-20 - Libya U-20 - 18:00
Egypt U-17 - Libya U-17 - 17:00
Serie A
Verona - Inter - 14:00
Milan - Juventus - 17:00
Parma - Atalanta - 19:45
Serie A - Women
Lazio W 0 - 0 Sampdoria W
Inter W - Napoli W - 13:45
Eliteserien
Fredrikstad - Ham-Kam - 16:00
Molde - SK Brann - 16:00
Odd - Bodo-Glimt - 16:00
Rosenborg - Sarpsborg - 16:00
KFUM Oslo - Kristiansund - 16:00
Lillestrom - Sandefjord - 16:00
Tromso - Stromsgodset - 16:00
Viking FK - Haugesund - 16:00
Úrvalsdeildin
Spartak - Lokomotiv - 15:00
CSKA 1 - 0 Rostov
Orenburg 0 - 1 Zenit
Khimki - FK Krasnodar - 13:30
La Liga
Las Palmas - Mallorca - 17:30
Celta - Barcelona - 20:00
Valencia - Betis - 13:00
Atletico Madrid - Alaves - 15:15
Girona - Espanyol - 17:30
mán 17.apr 2017 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV

ÍBV endaði í níunda sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og það sama verður uppi á teningnum í ár samkvæmt spá Fótbolta.net. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.

Avni Pepa og Hafsteinn Briem eru mikilvægir fyrir ÍBV liðið.
Avni Pepa og Hafsteinn Briem eru mikilvægir fyrir ÍBV liðið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn sænski Viktor Adebahr er einn af nýju leikmönnunum frá því á síðasta tímabili.
Hinn sænski Viktor Adebahr er einn af nýju leikmönnunum frá því á síðasta tímabili.
Mynd/Raggi Óla
Gunnar Heiðar er spilandi aðstoðarþjálfari.
Gunnar Heiðar er spilandi aðstoðarþjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed er á leið í sitt annað tímabil með ÍBV.  Hér er hann í leik í Lengjubikarnum á dögunum.
Pablo Punyed er á leið í sitt annað tímabil með ÍBV. Hér er hann í leik í Lengjubikarnum á dögunum.
Mynd/Raggi Óla
Felix Örn Friðriksson er mikið efni.
Felix Örn Friðriksson er mikið efni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon miðjumaður ÍBV.
Sindri Snær Magnússon miðjumaður ÍBV.
Mynd/Raggi Óla
ÍBV fór í bikarúrslit í fyrra.
ÍBV fór í bikarúrslit í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Arnarson kom til ÍBV í vetur.
Atli Arnarson kom til ÍBV í vetur.
Mynd/Raggi Óla
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ÍBV
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig

Um liðið: Ákveðin deyfð hefur verið yfir fótboltanum í Eyjum undanfarin ár. ÍBV hefur verið í fallbaráttu í Pepsi-deildinni undanfarin þrjú tímabil og sæti liðsins í deildinni hefur ekki verið öruggt fyrr en á haustdögum. Markmið liðsins í ár verður að komast upp úr fallbaráttunni og sigla lygnari sjó en undanfarin ár.

Þjálfari – Kristján Guðmundsson: Eyjamenn þurftu enn á ný að fara í þjálfaraleit í haust en það hefur verið fastur liður undanfarin ár. Kristján Guðmundsson tók við Eyjamönnum eftir að hafa þjálfað Leikni R. í Inkasso-deildinni í fyrra. Kristján er reyndur þjálfari en hann hefur meðal annars þjálfað Val, Keflavík, Þór og ÍR á ferli sínum auk þess sem hann gerði HB að færeyskum meisturum árið 2010.

Öflugir miðverðir

Styrkleikar: Eyjamenn fengu einungis 27 mörk á sig í Pepsi-deildinni en þeir Hafsteinn Briem og Avni Pepa mynda gríðarlega öflugt miðvarðapar saman. Varnarleikurinn verður áfram aðalsmerki ÍBV en fram á við er liðið með fljóta og skeinuhætta leikmenn. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum eins og oft áður en Kristján virðist hafa náð að gera ágætis hluti á leikmannamarkaðinum.

Veikleikar: Stemningin fyrir fótboltanum í Eyjum hefur verið lítil undanfarin ár og kveikja þarf aftur í henni af betri krafti. 26 leikmenn komu við sögu í Lengjubikarnum og Eyjamenn hafa lítið náð að spila á sínu sterkasta liði á undirbúningstímabilinu. Óvíst er hvað spilandi aðstoðarþjálfarinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður mikið með innan vallar og aðrir leikmenn fremstu víglínu hafa litla reynslu af Pepsi-deildinni.

Lykilmenn: Hafsteinn Briem og Pablo Punyed. Hafsteinn átti frábært tímabil með Eyjamönnum í fyrra og var einn af öflugustu varnarmönnum deildarinnar. Hann verður áfram í stóru hlutverki í sumar. Pablo kom til ÍBV frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og þar er hæfileikaríkur miðjumaður á ferð. Getur bætt í frá því á síðasta tímabili.

Gaman að fylgjast með: Arnór Gauti Ragnarsson. Ungur framherji sem hefur verið öflugur með ÍBV í vetur. Er úr Mosfellsbæ en kom til ÍBV eftir að hafa verið á mála hjá Breiðabliki í 2. flokki. Í fyrra var Arnór síðan á láni hjá Selfyssingum í Inkasso-deildinni. Skoraði tvö mörk í leik með U21 árs landsliðinu í síðasta mánuði og kemur fullur sjálfstrausts inn í sumarið.

Spurningamerkið: Tíu erlendir leikmenn eru í leikmannahópi ÍBV og talsvert hefur vantað í liðið á köflum í vetur. Nær Kristján að búa til alþjóðlega liðsheild sem getur komið sér burt frá falldraugnum?

Völlurinn: Hásteinsvöll má oft finna á listum yfir mögnuðustu fótboltavelli heims. Einstakt umhverfi og náttúrufegurðin gerir það að verkum að upplifun hjá vallargestum magnast upp. Það er alltaf gaman að skella sér á völlinn og nýta daginn í Eyjum.

„Markmið okkar í sumar er að vera með stabílt Pepsi-deildar lið og vera lausir við fallbaráttuna."

Formaðurinn segir – Páll Hjarðar
„Við stefnum nú aðeins hærra en níunda sæti. Markmið okkar í sumar er að vera með stabílt Pepsi-deildar lið og vera lausir við fallbaráttuna. Ef þú ert á þeim slóðum þá er stutt í að komast í eitthvað skemmtilegt. ÍBV er með hörkuhóp en það þarf alltaf að vera ákveðin stemning með til að ná árangri."

Sjá einnig:
Kristján Guðmunds: Allt annar veruleiki en liðin á höfuðborgarsvæðinu upplifa
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson
Landsliðsmaðurinn sem byrjaði 16 ára að æfa mark

Komnir:
Alvaro Montejo Calleja frá Fylki
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Atli Arnarson frá Leikni R.
Jónas Þór Næs frá B36
Kaj Leo í Bartalsstovu frá FH
Viktor Adebahr frá Svíþjóð

Farnir:
Aron Bjarnason í Breiðablik
Benedikt Októ Bjarnason í Fram
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Víking Ó.
Jonathan Barden
Mees Siers
Simon Smidt í Fram
Sören Andreasen

Leikmenn ÍBV sumarið 2017:
2 Sigurður Arnar Magnússon
3 Matt Garner
4 Hafsteinn Briem
5 Avni Pepa
6 Pablo Punyed
7 Kaj Leo í Bartalsstovu
8 Jón Ingason
9 Mikkel Maigaard Jakobsen
10 Bjarni Gunnarsson
11 Sindri Snær Magnússon
12 Jónas Tór Næs
13 Ásgeir Elíasson
14 Renato Punyed
15 Devon Már Griffin
16 Viktor Adebahr
17 Sigurður Grétar Benónýsson
18 Alvaro Montejo Calleja
19 Arnór Gauti Ragnarsson
20 Hafsteinn Gísli Valdimarsson
21 Halldór Páll Geirsson
22 Derby Carrilloberduo
23 Frans Sigurðsson
24 Óskar Elías Zoega Óskarsson
26 Felix Örn Friðriksson
27 Elvar Ingi Vignisson
28 Erik Ragnar gíslason Ruiz
29 Hallgrímur Þórðarson
30 Atli Arnarson
32 Andri Ólafsson
33 Breki Ómarsson
34 Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Leikir ÍBV 2017:
30.apríl ÍBV – Fjölnir
7.maí Stjarnan – ÍBV
14.maí ÍBV – Víkingur R
21.maí Víkingur Ó – ÍBV
27.maí ÍBV – ÍA
4.júní Valur – ÍBV
14.júní ÍBV – KR
18.júní Grindavík – ÍBV
25.júní ÍBV – FH
9.júlí ÍBV – Breiðablik
16.júlí KA – ÍBV
23.júlí Fjölnir – ÍBV
30.júlí ÍBV – Stjarnan
9.ágúst Víkingur R – ÍBV
13.ágúst ÍBV – Víkingur Ó
20.ágúst ÍA – ÍBV
26.ágúst ÍBV – Valur
9.sept KR – ÍBV
14.sept ÍBV – Grindavík
17.sept FH – ÍBV
24.sept Breiðablik – ÍBV
30.sept ÍBV - KA

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson,
Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner