Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
   þri 25. apríl 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Willum: Synirnir mínir hörðustu gagnrýnendur
Willum með aðstoðarmanni sínum, Arnari Gunnlaugssyni.
Willum með aðstoðarmanni sínum, Arnari Gunnlaugssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það hefur verið góður stígandi hjá KR-ingum.
Það hefur verið góður stígandi hjá KR-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum á hliðarlínunni í fyrra.
Willum á hliðarlínunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson spilar með Breiðabliki.
Willum Þór Willumsson spilar með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Willum Þór Þórsson var valinn þjálfari ársins af Fótbolta.net í fyrra en hann tók við KR þegar liðið var í fallhættu en skilaði því í Evrópukeppni. Hann gerði áframhaldandi samning eftir tímabilið og er KR-ingum er spáð þriðja sætinu í Pepsi-deildinni í fyrra.

Willum kom í heimsókn í útvarpsþátt okkar á dögunum og má heyra viðtalið í spilaranum hér að ofan.

„Ég tel okkur vera með lið sem getur orðið meistari, við höfum í raun allt að bera til að verða Íslandsmeistarar. Á sama tíma og ég segi það er ég meðvitaður um að það eru nokkur önnur lið sem hafa það líka," segir Willum sem nefnir til að mynda Íslandsmeistarana.

„FH verður klárlega í baráttunni. Þeir eru með mikla getu og hafa skapað sér hefð. Það er skipulögð umgjörð í kringum liðið. Aðstaðan, leikmennirnir og þjálfarateymið er allt eins og það þarf að vera til að ná árangri."

Willum segir að Valur hafi náð að sigla aðeins undir radarinn en liðið hafi það sem þurfi til að berjast um titilinn. Þá nefnir hann Stjörnuna og Breiðablik.

Þekking leikmanna orðin meiri
Willum gerði KR að Íslandsmeisturum tvö ár í röð 2002 og 2003. Er eitthvað öðruvísi að þjálfa topplið á Íslandi í dag?

„Í þjálfuninni er það ekkert ólíkt. Þjálfun snýst um að vera undirbúinn, skipulag og góða vinnu. Leikmennirnir hafa bætt sig. Þeir eru að verða meðvitaðri um þessa þætti sem við höfum minni stjórn á utan hefðbundins æfingatíma. Þá er ég að tala um hvíldina, næringuna og styrktarþjálfun. Leikmenn eru orðnir meðvitaðri og hafa meiri þekkingu en fyrir 10-20 árum," segir Willum og talar um að hugsunin um atvinnumennsku virki sem ákveðinn drifkraftur fyrir leikmenn í dag.

„Menn sjá að þetta er hægt og leggja meira á sig. Þetta hefur hjálpað til við að gera deildina betri vil ég meina."

'Þú ert með okkur en ert samt annars staðar'
Að vera þjálfari í efstu deild er sólarhringsstarf segir Willum, að því leyti að menn eru alltaf með hugann við þetta.

„Það kemur kannski mest niður á fjölskyldunni. Konan mín segir oft 'Þú ert með okkur en ert samt annars staðar'. Maður verður fjarrænn, alltaf með tölvuna í gangi og með hugann við þetta. Maður er alltaf að skoða, pæla í skipulaginu, fara yfir leikmannahópinn og stinga inn í stöður. Hugsar hvað best sé að gera á næstu æfingu og pælir í andstæðingnum," segir Willum.

„Þú verður að hafa mjög gaman að þessu til að vilja eyða þessum tíma. Tíminn í raun hverfur frá þér og þú sekkur inn í þetta."

Willum segir að leikgreiningar séu mun auðveldari í dag því aðgangurinn að efni sé mun meiri.

„Áður fyrr var maður mikið með blokkina að skrifa upp. Töflufundirnir voru þess eðlis. Nú klippir maður þetta niður og við reynum að einfalda þetta í tiltekin myndbrot sem endurspegla það sem maður reynir að miðla til leikmannahópsins. Nú er kominn gagnagrunnur með öllum leikjum og þetta er mjög til bóta. Margir tileinka sér mikla færni í þessu, ég er enn að læra á þetta."

Hjálpar að heyra ferskar raddir heima
Willum á börn sem æfa fótbolta með Breiðabliki, þar á meðal er Willum Þór Willumsson sem er 18 ára og fékk sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki Blika í Pepsi-deildinni í fyrra.

„Hann er búinn að vera mjög duglegur og samviskusamur að æfa. Hann hefur verið að spila meira og meira í vetur. Ég reikna alveg með því að hann verði allavega nálægt liðinu og styrki hópinn hjá Breiðabliki. Það yrði skrítin tilfinning að mæta honum í leik."

„Ég annan son, Brynjólf Darra, sem er í 2. flokki og svo á ég tvær stelpur á kafi í fótboltanum og einn sjö ára sem er að æfa fótbolta og körfubolta. Það er ofsalega gaman og gefandi að fara á leiki hjá þeim og fylgja þeim eftir. Því miður rekst þetta aðeins á þegar maður er sjálfur kominn aftur í þetta. Ef ég á að nefna einhvern galla við starfið þá get ég nefnt það."

Brynjólfur var efstur í umferðum 1-11 í Draumaliðsdeildinni í fyrra. Þar gætu þjálfaragenin verið að segja til sín.

„Þeir eru mínir hörðustu gagnrýnendur og hafa miklar skoðanir á öllu. Það er bara mjög skemmtilegt. Þeir hika ekki við að láta mig heyra það og hafa miklu meiri skoðanir á því sem ég geri en þeir eru sjálfir að gera. Við höfum gaman að því feðgarnir að horfa á leiki saman. Ég hlusta á þá sem leikmennina og þeir hlusta á mig stútera þjálfunina."

„Þetta hjálpar mér mjög mikið. Í allri stjórnun er mikilvægt að lesa hópinn og það þarf að finna út hvernig dínamíkin er í honum. Það hjálpar að heyra ferskar raddir heima, hvað þeim finnst. Það vekur mann oft til umhugsunar."

Ánægður með nýju leikmennina
Það hafa orðið nokkrar breytingar á leikmannahópi KR og Willum er ánægður með þá leikmenn sem hafa komið inn. Þar á meðal bakvörðinn Arnór Svein Aðalsteinsson sem kom frá Breiðabliki.

„Arnór er ofsalega vandaður leikmaður með góða reynslu. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hjá okkur. Svo fengum við Robert Sandnes sem getur spilað flestar stöður á miðjunni og í vörninni ef með þarf. Hann er allur að koma til eftir meiðsli," segir Willum.

Hann vildi halda sóknarmanninum Morten Beck Andersen sem lék frábærlega eftir þjálfaraskiptin í fyrra.

„Hann var alltaf jákvæður að koma og við biðum eftir honum. Við fórum að leita að framherja eftir að ljóst var að hann kæmi ekki. Garðar Jóhannsson hefur hjálpað okkur mikið og svo líkar mér viðhorfið hjá Tobias Thomsen. Hann vildi ólmur koma til Íslands og sanna sig. Hann er með ágætis ferilskrá, sterkur og vinnusamur strákur sem fer vel af stað."

Ein leiðin til að mæta þessu kerfi
KR hefur leikið 3-4-3 á undirbúningstímabilinu með góðum árangri. Af hverju ákvað Willum að fara í það kerfi?

„Það voru svo mörg lið líkleg til að færa sig yfir í það. Stjarnan og FH-ingar fór fljótlega í þetta kerfi og ég gat séð að fleiri lið myndu gera það. Ein leiðin til að mæta þessu er að geta spilað þetta sjálfur. Við lögðum upp með það að bæta þessu í vopnabúrið. Leikmönnum okkar líður vel í þessu skipulagi og kostir hópsins hafa nýst. Mjög margir í okkar hópi passa inn í þetta kerfi og við höfum náð góðum tökum á því mjög hratt," segir Willum.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en þar fer hann meðal annars út í þingstörfin og talar nánar um 3-4-3 leikskipulagið.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: KR
Hin hliðin: Aron Bjarki Jósepsson
Skúli Jón: Þessi liðsfundur var 'sjokk on the spot'
Athugasemdir
banner