mið 19.apr 2017 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA
Það er ekki oft sem nýliðum er spáð fyrir ofan fallbaráttuna en Fótbolti.net spáir því að KA hafni í sjöunda sæti. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: KA er komið aftur í deild þeirra bestu en þar hefur liðið ekki leikið síðan 2004. Á öllum þessum tíma í 1. deildinni hefur niðurstaðan að hausti oftar en ekki verið vonbrigði. En þrátt fyrir það hafa norðanmenn ekki gefist upp og haldið áfram að stefna upp án þess að reyna að fela þau markmið. Markmiðinu var loksins náð í fyrra og Akureyri hefur aftur eignast lið í efstu deild karlafótboltans.
Þjálfari – Srdjan Tufegdzic: Serbinn Túfa kom hingað til lands upphaflega sem leikmaður í KA árið 2006. Hann fór svo að starfa við þjálfun í yngri flokkum félagsins þar sem af honum fór afskaplega gott orð. KA-menn réðu hann sem aðstoðarþjálfara þegar Bjarni Jóhannsson tók við. Túfa var svo ráðinn aðalþjálfari þegar Bjarni lét af störfum í ágúst 2015. Í fyrra náði hann að stýra KA til sigurs í Inkasso-deildinni.
Styrkleikar: Leikstíll KA snýst mikið um skipulag þar sem allir leikmenn þekkja sín hlutverk. Liðið hefur öflugan og skipulagðan varnarleik með Guðmann Þórisson í broddi fylkingar. KA hefur talsvert magn af spennandi leikmönnum fram á við sem geta skapað hættu með einstaklingsframtaki. KA-menn hafa litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu og unnu meðal annars FH. Það fylgir því mikil stemning að vera aftur í efstu deild.
Veikleikar: KA-menn hafa ekki bætt við mjög mörgum mönnum, flestir bjuggust við meiru frá þeim á markaðnum í vetur. Bilið á milli deilda er mikið og það er eitthvað sem gæti komið í bakið á mönnum. Stór spurning er hvort markvarðarstaðan sé nægilega vel skipuð. Srdjan Rajkovic er orðinn 41 árs en hann hlaut talsverða gagnrýni síðast þegar hann lék í efstu deild, með Þór 2013.
Lykilmenn: Guðmann Þórisson og Ásgeir Sigurgeirsson. Það var mikll og óvæntur hvalreki þegar KA fékk Guðmann frá FH fyrir síðasta tímabil og hann hefur reynst happafengur í vörnina. Öflugur varnarmaður sem er harður í horn að taka. Ásgeir er tvítugur sóknarleikmaður sem hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Vert er að gefa Húsvíkingnum unga gaum í sumar enda líklegur til að gera tilkall í atvinnumennsku.
Gaman að fylgjast með: Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn aftur í deildina úr atvinnumennsku. Það var klókt hjá KA að næla í hann. Leikmaður sem býður upp á ýmsa möguleika og kemur einnig með stóran skammt af reynslu. Svo má ekki gleyma flikk-flakk innköstunum hans frægu...
Spurningamerkið: Hversu tilbúnir eru KA-menn fyrir Pepsi-deildina? Kassamerkið #pepsi17 er ekkert grín í dag. Fyrir norðan eru menn langt frá því að vera saddir og krafan frá mörgum er að liðið muni á næstu árum gera sig gildandi í efri hlutanum. Nýliðar með pressu, það er ekki algengt.
Völlurinn: KA spilar á Akureyrarvelli sem er með stúku sem tekur 715 manns í sæti. Framtíðarhugsun félagsins er þó að eignast heimavöll á sínu félagssvæði og munu KA-menn spila þar í framtíðinni, að öllum líkindum á gervigrasi.
Formaðurinn segir – Eiríkur S. Jóhannsson
„Að spá okkur 7. sæti kemur á óvart að því leyti að nýliðum hefur ekki gengið afskaplega vel hingað til. Því hefði maður haldið að við yrðum neðar í spánni. Ég er samt ekki hissa á þessu því að ég tel að við séum með afskaplega sterkt lið og það sést á þeim leikjum sem við höfum spilað í vetur. Markmiðið okkar eftir að hafa verið tólf ár í burtu úr deild þeirra bestu er að ná stöðugleika og vinna að því að byggja upp stöðugt úrvalsdeildarlið."
Sjá einnig:
Mamma segir 'hagaðu þér vel' en ekki 'gangi þér vel'
Hin hliðin - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Túfa: Umræðan um okkur hefur bara snúist um peninga
Komnir:
Darko Bulatovic frá Cukaricki
Emil Lyng frá Silkeborg
Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni)
Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes Ulf
Farnir:
Juraj Grizlej í Keflavík
Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni
Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna
Orri Gústafsson fluttur erlendis
Leikmenn KA sumarið 2017:
23 Srdjan Rajkovic
1 Aron Dagur Birnuson
2 Baldvin Ólafsson
3 Callum Williams
4 Ólafur Aron Pétursson
6 Halldór Hermann Jónsson
7 Almarr Ormarsson
8 Steinþór Freyr Þorsteinsson
9 Elfar Árni Aðalsteinsson
10 Hallgrímur Mar Steingrímsson
11 Ásgeir Sigurgeirsson
15 Guðmann Þórisson
16 Davíð Rúnar Bjarnason
17 Kristófer Páll Viðarsson
19 Darko Bulatovic
20 Aleksandar Trninic
21 Ívar Örn Árnason
22 Hrannar Björn Steingrímsson
24 Daníel Hafsteinsson
25 Archange Nkumu
27 Angantýr Máni Gautason
28 Emil Sigvardsen Lyng
29 Bjarni Aðalsteinsson
30 Bjarki Þór Viðarsson
35 Frosti Brynjólfsson
49 Áki Sölvason
Leikir KA 2017:
1.maí Breiðablik – KA
8.maí FH – KA
14.maí KA – Fjölnir
21.maí Stjarnan – KA
27.maí KA – Víkingur R
5.júní Víkingur Ó – KA
14.júní KA – ÍA
18.júní Valur – KA
24.júní KA – KR
9.júlí Grindavík – KA
16.júlí KA – ÍBV
23.júlí KA – Breiðablik
30.júlí KA – FH
8.ágúst Fjölnir – KA
14.ágúst KA – Stjarnan
20.ágúst Víkingur R – KA
27.ágúst KA – Víkingur Ó
10.sept ÍA – KA
14.sept KA – Valur
17.sept KR – KA
24.sept KA – Grindavík
30.sept ÍBV - KA
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KA 44 stig
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: KA er komið aftur í deild þeirra bestu en þar hefur liðið ekki leikið síðan 2004. Á öllum þessum tíma í 1. deildinni hefur niðurstaðan að hausti oftar en ekki verið vonbrigði. En þrátt fyrir það hafa norðanmenn ekki gefist upp og haldið áfram að stefna upp án þess að reyna að fela þau markmið. Markmiðinu var loksins náð í fyrra og Akureyri hefur aftur eignast lið í efstu deild karlafótboltans.
Þjálfari – Srdjan Tufegdzic: Serbinn Túfa kom hingað til lands upphaflega sem leikmaður í KA árið 2006. Hann fór svo að starfa við þjálfun í yngri flokkum félagsins þar sem af honum fór afskaplega gott orð. KA-menn réðu hann sem aðstoðarþjálfara þegar Bjarni Jóhannsson tók við. Túfa var svo ráðinn aðalþjálfari þegar Bjarni lét af störfum í ágúst 2015. Í fyrra náði hann að stýra KA til sigurs í Inkasso-deildinni.
#pepsi17
Styrkleikar: Leikstíll KA snýst mikið um skipulag þar sem allir leikmenn þekkja sín hlutverk. Liðið hefur öflugan og skipulagðan varnarleik með Guðmann Þórisson í broddi fylkingar. KA hefur talsvert magn af spennandi leikmönnum fram á við sem geta skapað hættu með einstaklingsframtaki. KA-menn hafa litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu og unnu meðal annars FH. Það fylgir því mikil stemning að vera aftur í efstu deild.
Veikleikar: KA-menn hafa ekki bætt við mjög mörgum mönnum, flestir bjuggust við meiru frá þeim á markaðnum í vetur. Bilið á milli deilda er mikið og það er eitthvað sem gæti komið í bakið á mönnum. Stór spurning er hvort markvarðarstaðan sé nægilega vel skipuð. Srdjan Rajkovic er orðinn 41 árs en hann hlaut talsverða gagnrýni síðast þegar hann lék í efstu deild, með Þór 2013.
Lykilmenn: Guðmann Þórisson og Ásgeir Sigurgeirsson. Það var mikll og óvæntur hvalreki þegar KA fékk Guðmann frá FH fyrir síðasta tímabil og hann hefur reynst happafengur í vörnina. Öflugur varnarmaður sem er harður í horn að taka. Ásgeir er tvítugur sóknarleikmaður sem hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Vert er að gefa Húsvíkingnum unga gaum í sumar enda líklegur til að gera tilkall í atvinnumennsku.
Gaman að fylgjast með: Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn aftur í deildina úr atvinnumennsku. Það var klókt hjá KA að næla í hann. Leikmaður sem býður upp á ýmsa möguleika og kemur einnig með stóran skammt af reynslu. Svo má ekki gleyma flikk-flakk innköstunum hans frægu...
Spurningamerkið: Hversu tilbúnir eru KA-menn fyrir Pepsi-deildina? Kassamerkið #pepsi17 er ekkert grín í dag. Fyrir norðan eru menn langt frá því að vera saddir og krafan frá mörgum er að liðið muni á næstu árum gera sig gildandi í efri hlutanum. Nýliðar með pressu, það er ekki algengt.
Völlurinn: KA spilar á Akureyrarvelli sem er með stúku sem tekur 715 manns í sæti. Framtíðarhugsun félagsins er þó að eignast heimavöll á sínu félagssvæði og munu KA-menn spila þar í framtíðinni, að öllum líkindum á gervigrasi.
„Sést á leikjum okkar í vetur að við höfum sterkt lið."
Formaðurinn segir – Eiríkur S. Jóhannsson
„Að spá okkur 7. sæti kemur á óvart að því leyti að nýliðum hefur ekki gengið afskaplega vel hingað til. Því hefði maður haldið að við yrðum neðar í spánni. Ég er samt ekki hissa á þessu því að ég tel að við séum með afskaplega sterkt lið og það sést á þeim leikjum sem við höfum spilað í vetur. Markmiðið okkar eftir að hafa verið tólf ár í burtu úr deild þeirra bestu er að ná stöðugleika og vinna að því að byggja upp stöðugt úrvalsdeildarlið."
Sjá einnig:
Mamma segir 'hagaðu þér vel' en ekki 'gangi þér vel'
Hin hliðin - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Túfa: Umræðan um okkur hefur bara snúist um peninga
Komnir:
Darko Bulatovic frá Cukaricki
Emil Lyng frá Silkeborg
Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni)
Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes Ulf
Farnir:
Juraj Grizlej í Keflavík
Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni
Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna
Orri Gústafsson fluttur erlendis
Leikmenn KA sumarið 2017:
23 Srdjan Rajkovic
1 Aron Dagur Birnuson
2 Baldvin Ólafsson
3 Callum Williams
4 Ólafur Aron Pétursson
6 Halldór Hermann Jónsson
7 Almarr Ormarsson
8 Steinþór Freyr Þorsteinsson
9 Elfar Árni Aðalsteinsson
10 Hallgrímur Mar Steingrímsson
11 Ásgeir Sigurgeirsson
15 Guðmann Þórisson
16 Davíð Rúnar Bjarnason
17 Kristófer Páll Viðarsson
19 Darko Bulatovic
20 Aleksandar Trninic
21 Ívar Örn Árnason
22 Hrannar Björn Steingrímsson
24 Daníel Hafsteinsson
25 Archange Nkumu
27 Angantýr Máni Gautason
28 Emil Sigvardsen Lyng
29 Bjarni Aðalsteinsson
30 Bjarki Þór Viðarsson
35 Frosti Brynjólfsson
49 Áki Sölvason
Leikir KA 2017:
1.maí Breiðablik – KA
8.maí FH – KA
14.maí KA – Fjölnir
21.maí Stjarnan – KA
27.maí KA – Víkingur R
5.júní Víkingur Ó – KA
14.júní KA – ÍA
18.júní Valur – KA
24.júní KA – KR
9.júlí Grindavík – KA
16.júlí KA – ÍBV
23.júlí KA – Breiðablik
30.júlí KA – FH
8.ágúst Fjölnir – KA
14.ágúst KA – Stjarnan
20.ágúst Víkingur R – KA
27.ágúst KA – Víkingur Ó
10.sept ÍA – KA
14.sept KA – Valur
17.sept KR – KA
24.sept KA – Grindavík
30.sept ÍBV - KA
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.