Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. apríl 2017 10:51
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Leiðinlegt að þessi sjarmi sé farinn
Ólafur hafði gaman að því að fara út á land og spila við minni félög.
Ólafur hafði gaman að því að fara út á land og spila við minni félög.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta góð grein og styð það sem þar kemur fram," segir Ólafur Jóhannesson um pistil sem birtist hér á Fótbolta.net í gær.

Formaður Tindastóls gagnrýnir þar fyrirkomulag bikarkeppninnar þar sem keppninni er landshlutaskipt og litlu liðin eiga ekki mikla möguleika á að mæta stórum liðum.

„Mér finnst vera búið að taka sjarmann fyrir félögin úti á landi að geta mætt úrvalsdeildarliðum. Mér finnst það leiðinlegt. Við eigum að fara með liðin okkar út á land og spila gegn þessum minni liðum. Það er bara góð auglýsing fyrir fótboltann," segir Ólafur sem hefur stýrt Val til sigurs í bikarnum síðustu tvö ár.

„Ég hafði gaman að því að fara út á land og spila við litlu félögin og sakna þess. Ég vill að þessi sjarmi komi inn aftur."

„Svo er annar handleggur hvernig eigi að koma þessu fyrir. Ég veit alveg hvað þeir segja hjá KSÍ, að það sé ekki hægt að koma þessu fyrir. Ég nenni svosem ekki að vera að rökræða þetta við þá."

Ólafur verður í ítarlegu viðtali hér á Fótbolta.net á morgun.
Athugasemdir
banner
banner