Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. ágúst 2015 18:51
Alexander Freyr Tamimi
Fenerbahce reyndi að fá Zlatan og Robben
Fenerbahce forvitnaðist um stöðuna hjá Zlatan.
Fenerbahce forvitnaðist um stöðuna hjá Zlatan.
Mynd: Getty Images
Forseti Fenerbahce í Tyrklandi segir að félagið hafi reynt að fá þá Zlatan Ibrahimovic og Arjen Robben til liðs við sig í sumar.

Fenerbahce hefur fengið þá Robin van Perise og Nani til liðs við sig ásamt fleiri leikmönnum. Þeir reyndu ásamt erkifjendunum í Galatasaray að fá Zlatan og heyrðu einnig í Bayern varðandi Robben.

„Galatasaray ræddi við Ibra fyrir mánuði," sagði Aziz.

„Hann er samningsbundinn PSG í ár í viðbót. Framkvæmdastjórinn okkar Guilliano Terraneo hringdi í Mino Raiola (umboðsmann) og spurði hver staðan var hjá Zlatan. Hann sagði okkur að ef hann myndi fara væri það til Fenerbahce en ekki Gala."

„Hann fær 14 milljónir evra á ári hjá PSG og þeir eru að íhuga að framlengja samning hans. Ég veit ekki hvað mun gerast en hann gæti komið til Fenerbahce á næsta tímabili."

„Við ræddum líka við Bayern um Robben en þeir vilja ekki selja hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner