Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. ágúst 2015 19:56
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Andri Rúnar hetja Víkings - KR vann Keflavík
Andri Rúnar tryggði Víkingum sigurinn.
Andri Rúnar tryggði Víkingum sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason var hetja KR þegar hann tryggði liðinu 1-0 útisigur gegn botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld.

Sigurmark Pálma var að vísu afar mikil heppni, hann var réttur maður á réttum stað því Sigurbergur Elísson dúndraði boltanum í hann og þaðan fór boltinn framhjá Sindra í markinu og í netið. Einkar klaufalegt mark en dugði KR til að fá þrjú stig. Liðið er nú fimm stigum frá toppliði FH á meðan Keflavík er í miklum vandræðum á botninum.

Á sama tíma tryggði Víkingur sér dýrmætan og dramatískan sigur gegn ÍBV í botnbaráttunni, en Andri Rúnar Bjarnason skoraði á 93. mínútu eftir frábæra sókn. Víkingur er nú með 21 stig í 6. sæti, fimm stigum meira en ÍBV sem er stigi fyrir ofan Leikni.

Keflavík 0 - 1 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason ('71)

Víkingur 1 - 0 ÍBV
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('93)
Athugasemdir
banner
banner