Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. ágúst 2015 19:16
Alexander Freyr Tamimi
Þjálfari San Marínó ósáttur með Roy Hodgson
Úr landsleik San Marínó gegn Englandi.
Úr landsleik San Marínó gegn Englandi.
Mynd: Getty Images
Pier Angelo Manzaroli, landsliðsþjálfari San Marínó, er alls ekki ánægður með ummæli sem kollegi hans Roy Hodgson lét falla á dögunum.

Hodgson mætti á vináttuleik með krikketlandsliði Englands á dögunum og sagði við fjölmiðla í kjölfarið að hann og aðstoðarþjálfarinn Ray Lewington væru á höttunum eftir hæfileikaríkum leikmönnum því næsti andstæðingur væri San Marínó, og eitt til tvö sæti í liðinu gætu verið laus.

Manzaroli sakar Hodgson um hroka í garð sinna manna, sem eru í 192. sætinu á styrkleikalista FIFA.

„Þetta er óviðeigandi brandari og vanvirðing í garð örsmárrar hreyfingar sem hefur alltaf hegðað sér af mikilli sæmd og er táknmynd íþrótta í sinni hreinustu mynd," sagði hann við San Marino TV.

„Ég tel að stigið sem við höfum náð í keppninni sé mun meira virði en sex sigrar Englands, ef við skoðum getu þessara tveggja liða. Ég vona að þetta hafi bara verið óheppileg ummæli, annars... þá reynum við að svara honum inni á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner