Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. nóvember 2014 11:48
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Andri Adolphs líklega á förum frá ÍA - Í KR eða Víking?
Andri í leik með ÍA í sumar.
Andri í leik með ÍA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Andri Adolphsson er líklega á förum frá ÍA en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í dag.

„Ég á eitt ár eft­ir af samn­ingi við ÍA en fé­lagið hef­ur aldrei staðið í vegi fyr­ir því ef maður myndi vilja fara. Ég er að fara í há­skóla­nám í bæn­um og hef rætt við Gulla [Gunn­laug Jóns­son, þjálf­ara] um mögu­leik­ann á að færa mig,“ sagði Andri við mbl.is.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að KR og Víkingur hafi sýnt Andra áhuga. Andri spilaði á sínum tíma með yngri flokkum KR áður en hann flutti á Akranes árið 2005.

,,Eins og staðan er núna eru mest­ar lík­ur á að ég fari í bæ­inn. Ég hef viljað ganga frá öllu varðandi Skag­ann áður en ég tek ákvörðun."

Andri er 22 ára gamall en hann skoraði þrjú mörk í 15 leikjum þegar ÍA fór upp úr 1. deildinni síðastliðið sumar. Samtals hefur hann skorað sex mörk í 97 deildar og bikarleikjum með ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner