Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. nóvember 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ryan Giggs: Chelsea er í sérflokki
Ryan Giggs spjallar við Louis van Gaal.
Ryan Giggs spjallar við Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, aðstoðarstjóri Manchester United, segir að allir geti unnið alla í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea skeri sig þó úr, liðið sé í sérflokki.

Chelsea er með sex stiga forystu á Southampton sem er í öðru sæti en aðeins ellefu stig skilja að Southampton og Stoke sem er í 11. sæti.

„Allir geta verið sammála um að Chelsea ber höfuð og herðar yfir önnur lið sem stendur. Þetta er allt saman ferli og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og sjá hverju það skilar," segir Giggs.

„Það er enginn leikur í ensku úrvalsdeildinni auðveldur eins og sést hefur á þessu tímabili. Liðin þurfa að sýna sitt besta í hverri viku og vonandi náum við því. Það vantar allavegaekki hæfileikana í klefann hjá okkur."

Giggs segir að Lous van Gaal sé afar kröfuharður.

„Hann fer fram á mikið frá liðinu, býr yfir mikilli reynslu og vill spila sóknarbolta. Þá er hann hrifinn af því að gefa ungum leikmönnum tækifæri og því er margt sem passar við hefðir og sögu Manchester United," segir Giggs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner