Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. nóvember 2016 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Tap á útivelli hjá Óla Kristjáns og Hannesi
Óli Kristjáns og hans menn eru í þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni
Óli Kristjáns og hans menn eru í þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
AaB 2 - 1 Randers
1-0 Mads Fenger ('3, sjálfsmark )
2-0 Frederik Børsting ('5 )
2-1 Kasper Enghardt ('64 )

Ólafur Kristjánsson og hans lærisveinar í Randers þurftu að sætta sig við tap gegn AaB frá Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í 18. umferð deildarinnar.

AaB, sem spilaði á heimavelli í dag, byrjaði miklu betur og eftir fimm mínútur var staðan orðin 2-0, þeim í vil. Í seinni hálfleiknum náði Kasper Enghardt að minnka muninn fyrir Randers, en Það var hins vegar ekki nóg og lokatölur því 2-1 fyrir AaB.

Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í markinu hjá Randers, en hann náði ekki að koma í veg fyrir þessi tvö mörk hjá heimamönnum snemma leiks.

Randers er áfram í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig að 18 leikjum loknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner