Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Frankfurt festir kaup á Ekitike (Staðfest)
Mynd: Frankfurt
Mynd: EPA
Þýska félagið Eintracht Frankfurt er búið að virkja ákvæði í samningi Hugo Ekitike og hefur framherjinn efnilegi því verið keyptur til félagsins.

Ekitike er 21 árs gamall og gerði frábæra hluti hjá Reims í efstu deild franska boltans tímabilið 2021-22, þegar hann var enn á táningsaldri.

Stórveldið Paris Saint-Germain ákvað að festa kaup á þessum spennandi framherja eftir tímabilið frábæra, en hann stóðst ekki væntingar hjá Frakklandsmeisturunum og var að lokum lánaður til Frankfurt einu og hálfu ári eftir upphaflega flutninginn til Parísar.

Frankfurt borgaði 3,5 milljónir evra til að fá Ekitike á lánssamningi og hefur ungstirnið skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu í fyrstu tólf leikjum sínum fyrir félagið.

Ekitike er vanalega skipt inn af bekknum í leikjum Frankfurt og hefur honum tekist að hrífa þjálfarateymið nóg til að verðskulda að vera keyptur til félagsins.

Frankfurt borgar 16,5 milljónir evra til viðbótar fyrir Ekitike, sem gera í heildina 20 milljónir evra. PSG borgaði 35 milljónir fyrir Ekitike þegar hann var enn á táningsaldri.

Auk þess að fá 20 milljónir heldur PSG hlutfalli af endursölurétti leikmannsins.

Ekitike á 6 leiki að baki fyrir U20 landslið Frakklands og er einnig gjaldgengur fyrir Kamerún.


Athugasemdir
banner
banner
banner