Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 27. apríl 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Blikar.is 
Skúli Sigurz lánaður til Leiknis frá Blikum (Staðfest)
Skúli E. Kristjánsson Sigurz.
Skúli E. Kristjánsson Sigurz.
Mynd: Blikar.is
Skúli E. Kristjánsson Sigurz, 18 ára miðvörður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík sem leikur í Inkasso-deildinni.

Skúli var valinn besti leikmaðurinn í 2. flokksliði Breiðabliks sem varð Íslandsmeistari í fyrra.

Á blikar.is er Skúla lýst sem rétt tæplega 2 metra sterkum örvfættum varnarmanni með góðan leikskilning og góða tækni. Þar að auki er hann með fína sendingargetu.

„Blikar.is óskar Skúla velgengis með Leiknismönnum undir stjórn Kristófers Sigurgeirssonar. Það verður gaman að sjá til þessa efnilega leikmanns í sumar," segir á vefsíðunni en Kristófer var aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki.

Skúli lék einn leik með Blikum í Lengjubikarnum í vetur.

Komnir í Leikni:
Bjarki Aðalsteinsson frá Þór
Hrólfur Vilhjálmsson frá Erninum
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki
Ragnar Leósson frá HK
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni (lán)
Skúli E. Kristjánsson Sigurz frá Breiðabliki (lán)

Farnir frá Leikni:
Atli Arnarson í ÍBV
Eiríkur Ingi Magnússon í Augnablik
Kári Pétursson í Stjörnuna (Var á láni)
Kristján Pétur Þórarinsson í ÍR
Óttar Bjarni Guðmundsson í Stjörnuna
Sindri Björnsson í Val
Athugasemdir
banner
banner