Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fös 03. maí 2024 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Birgis spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar Birgisson, sá með sólgleraugun.
Gunnar Birgisson, sá með sólgleraugun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunni spáir Kai Havertz fernu.
Gunni spáir Kai Havertz fernu.
Mynd: EPA
Berg bræðurnir hjá Burnley gera það gott.
Berg bræðurnir hjá Burnley gera það gott.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ange PosteNOclue.
Ange PosteNOclue.
Mynd: EPA
Tryggja sig inn í topp tíu.
Tryggja sig inn í topp tíu.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla um helgina og er auðvitað heil umferð spiluð. Gunnar Birgisson, sem stýrir Eurovision-umfjölluninni á RÚV þessa dagana og einn veikasti Arsenal stuðningsmaður landsins, spáir í leikina sem framundan eru.

Luton 3 - 1 Everton (19:00 í kvöld)
Everton öruggir frá fallsvæði og eru í einskismannslandi á meðan Luton berst fyrir lífi sínu. Föstudagskvöld á Kenilworth Road, ekki einu sinni Stymmi Erlends í ógeðslega flottu Brutta fötunum sínum höndlar það því miður.

Arsenal 6 - 0 Bournemouth (11:30 á morgun)
Arteta túrinn heldur áfram, og Raya heldur hreinu líkt og áður. Arsenal jafna árangur Man City tímabilið 2019/2020 yfir flesta 5-0 eða stærri sigra á einu tímabili og færast skrefi nær Englandsmeistaratitli. Havertz ferna og Ödegaard heldur listasýningunum sínum áfram.

Brentford 2 - 0 Fulham (14:00 á morgun)
Fínn leikur til að hafa á og leggja sig dotta aðeins í sófanum heima. Elska svoleiðis leiki. Flekken fær rautt og víti á sig á 39. mínútu og Hákon Rafn Valdimarsson byrjar Premier League ferilinn á að halda hreinu út leikinn, það verður hápunktur leiksins

Burnley 3 - 1 Newcastle (14:00 á morgun)
Það er held ég fátt sem kemur í veg fyrir að Siggi Sörens frændi minn tölti burt með stóra L-ið í farteskinu af Turf Moor. Næsta ættarmót og stemmingin þar svolítið eftir því. Sander Berge og Jói Berg, Berg bræðurnir eins og þeir eru kallaðir oft á tíðum setja sitt hvort markið.

Sheffield United 0 - 4 Nottingham Forest (14:00 á morgun)
Sheffield menn held ég bara því miður búnir að kasta inn handklæðinu og verður eflaust ekki mikil eftirsjá af þeim úr deild þeirra bestu, sem hefur aldrei verið sterkari en í ár, vonandi eru þeir ekki Scared of Heights því fallið getur verið hátt niður í Championship.

Man City 0 - 0 Wolves (16:30 á morgun)
Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Vaki yfir báðum liðum allar góðar vættir.

Brighton 1 - 2 Aston Villa (13:00 á sunnudag)
Brighton minnir mig svolítið á sænska atriðið í Eurovision í ár, tvíburana Marcus og Martinus frá Noregi. Frábært lag og flottir gæjar, en virðast ekki vera að ná til fólks ef marka má veðbanka, mjög leiðinlegt. Aston Villa eru á siglingu og þó að þetta sé leikur milli Evrópuleikja hjá þeim þá ætla ég að spá þeim sigri bara af því Villi í Steve Dagskrá og Kristín konan hans bjóða okkur oft í mat og ég vil halda þeim góðum.

Chelsea 3 - 3 West Ham (13:00 á sunnudag)
Hér höfum við leik umferðarinnar. Þetta er algjört Króatía í Eurovision í ár, rokk og ról, Rim Tim Tagi Dim, sem er nýji hringitónn Tomma Steindórs. Chelsea kemst yfir þrisvar sinnum í leiknum en þetta never say die attitude í West Ham mun skila þeim í jöfnunarmarki frá Bowen á 90+7. Leikurinn stopp vegna þess að leikmenn Chelsea eru að rífast yfir því hver þeirra fær að taka upphafsspyrnu leiksins.

Liverpool 2 - 0 Tottenham (15:30 á sunnudag)
Þetta verður skemmtilegur leikur, leiksýningin milli Klopp og Salah er búin og þeir mæta í þennan leik með bros og náungakærleik að vopni sem er oftast lausn vandamála. Salah skorar alltaf í þessum leik. Ég sá að Viktor Unnar einn efnilegasti þjálfari landsins, frábær manneskja og mikið fótboltaséní setti á miðlana sína í síðustu viku eftirfarandi orð: Ange PosteNOclue. Viktor bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir en manni var auðvitað brugðið. Það hriktir í stoðum þarna, það er ljóst.

Crystal Palace 2 - 4 Man Utd (19:00 á mánudag)
Þetta er skemmtileg umferð og viðeigandi að Erik Ten Hag og skemmtikraftarnir hans klári góða umferð á mikilvægum sigri og sementi sig á top 10 þetta árið.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
VIktor Jónsson (7 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Karl Friðleifur (5 réttir)
Magnús Már Einarsson (5 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (3 réttir)
Nablinn (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner