Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. júní 2016 23:02
Arnar Geir Halldórsson
Joe Hart: Vissum allt um Ísland
Icelandair
Hart varnarlaus gegn Kolbeini
Hart varnarlaus gegn Kolbeini
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart var afar hreinskilinn eftir að hafa fallið úr leik gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM.

Hart segir ekkert vanmat hafa átt sér stað í herbúðum Englands og þeir hafi mætt vel undirbúnir til leiks.

„Þetta var undir okkur komið. Við vorum búnir að skipuleggja allt og vissum allt um Ísland en því miður tókst okkur ekki að standa okkur nógu vel. Það á líka við um mig persónulega,"

„Þetta er ekki spurning um vilja, við þráðum ekkert heitar en að komast áfram. Við munum fá það óþvegið og við eigum það skilið. Við ætlum að læra af þessu og reyna að koma Englandi aftur á þann stall sem það á heima,"
sagði Hart.

Roy Hodgson er hættur sem landsliðsþjálfari Englands eftir fjögurra ára veru og segir Hart að liðsins hans verði minnst sem tapliðs.

„Við gátum ekki fundið leið til að koma okkur aftur inn í leikinn. Næsti þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum. Þetta lið lagði hart að sér en náði engum árangri. Þannig verður okkar minnst," sagði Hart.


Athugasemdir
banner
banner