Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 21:17
Arnar Geir Halldórsson
Roy Hodgson hættur með England (Staðfest)
Hættur
Hættur
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson er hættur sem landsliðsþjálfari Englands.

Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Nice.

„Samningurinn klárast eftir EM og nú er kominn tími til að annar maður fái að vinna með þessa ungu, hungruðu og hæfileikaríku leikmenn. Þeir hafa verið frábærir og gert allt sem þeir hafa verið beðnir um,"

„Þegar ég tók við var mér tjáð að leikmenn væru ekki að spila fyrir þjóðina en ég hef ekki séð það í minni tíð. Þessir strákar elska að spila fyrir þjóðina og ég efast ekkert um heilindi þeirra,"

„Ray Lewington og Gary Neville komu með mér og þeir munu líka hætta. Ég vil þakka þeim fyrir endalausan stuðning,"
sagði Hodgson.

Hinn 68 ára gamli Hodgson tók við enska landsliðinu árið 2012.



Athugasemdir
banner
banner