Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. júlí 2014 15:00
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: Sky 
Van Gaal ekki sáttur með spilamennskuna gegn Roma
Van Gaal gerir miklar kröfur til leikmanna
Van Gaal gerir miklar kröfur til leikmanna
Mynd: Manchester United
Lous Van Gaal var ekki sáttur með spilamennsku liðsins þrátt fyrir 3-2 sigur gegn Roma í gærkvöldi. Liðið átti erfitt með að halda boltanum innan liðsins og var Van Gaal óánægður með það. Þá var hann einnig ósáttur með aðstæðurnar en það var mikill hiti.

Man Utd leiddi 3-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Rooney og einu frá Mata en mörkin voru stórglæsileg auk vítis frá Rooney. Liðið gerði svo 10 breytingar í seinni hálfliek og átti liðið erfitt uppdráttar í seinni hálfleik sem varð til þess að mörk frá Pjanic frá 60 metrum og vítaspyrna Totti minnkuðu muninn í 3-2.

,,Við erum ekki vanir þessu heita veðri. Ég er ánægður með að við unnum en þetta var ekki góð frammistaða. Miðjumennirnir áttu erfitt með að halda boltanum. Þegar þú ert 3-0 yfir, þarftu einungis að halda boltanum og þá þarf mótherjinn að hlaupa. En við gleymdum að halda boltanum og leyfðum Roma að komast inn í leikinn."

Van Gaal var þó með ánægður með mörk liðsins. ,,Við áttum erfitt með að senda boltann en skoruðum þrjú frábær mörk. Sendingin frá Rooney á Mata var ótrúleg og hlaupið og afgreiðslan frá Mata sömuleiðis." Sagði Val Gaal eftir leikinn.

Manchester United mun næst spila gegn Inter en þar mæta þeir fyrrum fyrirliða liðsins Nemanja Vidic.
Athugasemdir
banner
banner
banner