Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. ágúst 2016 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guidolin: Leicester átti skilið að vinna leikinn
Guidolin spjallar hér við Fernando Llorente
Guidolin spjallar hér við Fernando Llorente
Mynd: Getty Images
„Að mínu mati þá átti Leicester skilið að vinna leikinn þar sem þeir spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og við gerðum það ekki." Þetta sagði Francesco Guidolin, stjóri Swansea, við fjölmiðla eftir 2-1 tap gegn Englandsmeisturum Leicester á útivelli í dag.

Swansea lenti 2-0 undir, en þeir náðu að minnka muninn þegar Leroy Fer skorað á 80. mínútu. Guidolin var ánægður með það sem hann sá frá sínu liði seinni hluta leiksins.

„Seinni hluta leiksins fannst mér liðið mitt spila betur og úrslitin hefðu satt best að segja getað endað báðum megin í lokin."

„Leicester er mjög sterkt lið og þeir sýndu það á síðasta tímabili þegar þeir voru eitt besta lið deildarinnar. Ég er þó fullviss um það að ég er með gott lið og við getum spilað betur en við gerðum í dag."


Það ringdi mikið á King Power-leikvanginum í Leicester, en Guidolin var ekkert mikið að kippa sér upp við aðstæðurnar þegar hann fékk spurningu um þær.

„Ég hef áður spilað við svona aðstæður. Þetta er ekki í fyrsta skipti, en í dag var mjög erfitt að spila og vera á bekknum. Þetta var ekki góður dagur fyrir veðrið. Við erum vanir því vegna þess að í Wales er veðrið ekki gott."
Athugasemdir
banner
banner