Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. apríl 2015 12:15
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið KR: Breytingar í vörninni
Rasmus Christiansen er mættur í vörnina.
Rasmus Christiansen er mættur í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin krækti í gullskóinn í fyrra.
Gary Martin krækti í gullskóinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Bikarmeisturum KR er spáð 2. sæti.



Stefán Logi Magnússon ver mark KR og Sindri Snær Jensson og Hörður Fannar Björgvinsson eru honum til halds og trausts.

Gonzalo Balbi er búinn að festa sig í sessi í hægri bakverðinum en hann á að fylla skarðið sem Haukur Heiðar Hauksson skilur eftir sig. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim frá Svíþjóð og hann verður í hjarta varnarinnar með hinum danska Rasmus Christiansen. Aron Bjarki Jósepsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson verða til taks á bekknum. Gunnar Þór Gunnarsson spilar síðan í vinstri bakverðinum.

Á miðjunni má búast við að Jónas Guðni Sævarsson byrji með þeim Jacob Schoop og Pálma Rafni Pálmasyni. Hinn danski Jacob þykir vera mjög lofandi og Pálmi Rafn er kominn með fyrirliðabandið í Vesturbænum eftir að hafa verið mjög eftirsóttur í vetur. Kristinn Jóhannes Magnússon og Almarr Ormarsson eru á meðal leikmanna sem gera einnig tilkall til að spila á miðjunni.

Sören Frederiksen verður á hægri kantinum og Óskar Örn Hauksson er mættur aftur á þann vinstri eftir stutt stopp í Kanada. Gary Martin tók gullskóinn í fyrra og byrjar væntanlega frammi eftir að hafa spilað á vinstri kantinum í vetur. Þorsteinn Már Ragnarsson spilaði frammi á undirbúningstímabilinu og hann veitir samkeppni í fremstu víglínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner