Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júní 2016 09:36
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ferdinand vill komast á þjálfarateymi Englands
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur lýst yfir áhuga á því að starfa með næsta landsliðsþjálfara Englands.

Ferdinand gagnrýndi Roy Hodgson harðlega eftir leikinn í gær og sagði meðal annars að liðið hafi ekki haft hugmynd um hvernig það ætti að spila.

"Ég var spenntur fyrir mótið en það voru falskar vonir," sagði Ferdinand eftir leikinn.

Gareth Southgate er talinn líklegastur til að taka við liðinu. Rio Ferdinand telur að reynsla hans, nálgun á leikinn og þekking á leikmönnum geti hjálpað enska liðinu.
Athugasemdir
banner