Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júní 2016 16:32
Þorsteinn Haukur Harðarson
Spænskir fjölmiðlar: Erum ekki lengir bestir
Mynd: Forsíða Marca
Spánverjar eru úr leik á EM í knattspyrnu eftir tap gegn Ítalíu í 16-liða úrslitunum í gær. Það eru því ekki bara Englendingar sem eru í rusli í dag.

Spænska liðið mætti til leiks sem ríkjandi meistari eftir sigur á EM fyrir fjórum árum síðan.

Gengi liðsins á mótinu hefur ollið miklum vonbrigðum á Spáni

Spænska blaðið Marca sagði allt sem segja þurfti á forsíðu sinni í morgun en þar stóð einfaldlega.

"Við erum ekki lengir bestir."

Til að auka örlítið meira á dramatíkina voru ártölin "2008-2016." á forsíðunni til marks um gott gengi liðsins á undanförnum árum.

Liðið vann EM 2008 og 2012 og HM árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner