Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   sun 28. ágúst 2016 20:38
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars: Þetta er alltaf einhvern veginn á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var afar ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fjölni í kvöld.

Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Uppgefinn viðbótartími í leiknum hafði verið fjórar mínútur og Hermann var ósáttur við jöfnunarmakið.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Leiktíminn var liðinn, það er ósköp einfalt. Ég heyrði hann telja niður, 4, 3, 2, 1 og svo kemur brotið. Svo er hann rangstæður. Það er bara giskað á það hver flikkar boltanum áfram," sagði Hermann.

„Þetta er orðið þreytt. Það er hrikalega dýrt hvað þetta er oft. Ef ein ákvörðun hefði gengið okkur í hag í sumar þá værum við í þægilegri stöðu. Þetta er alltaf einhvernegin á móti okkur."

Hermann var ánægður með frammistöðuna hjá sínum mönnum í dag.

„Markvörðurinn þeirra hélt þeim inni í þessu. Við fengum langbestu færin í þessum leik. Þegar þú ert þarna niðrr þá verður þu að berjast fyrir öllu og við gerðum það svo sannarlega í dag. Þetta var frábær vinnsla og viljinn og trúin var frábær."

Fylkismenn eru ennþá fjórum stigum á eftir ÍBV og fimm stigum á eftir Víkingi Ólafsvík.

„Ef við höldum svona áfram, þá fáum við fullt af stigum. Við erum inni í þessari baráttu, það er alveg á hreinu," sagði Hermann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner