Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2015 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Carragher: Grealish verður að líta í eigin barm
Jack Grealish hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði
Jack Grealish hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur brýnt Jack Grealish á það að eyða ekki hæfileikum sínum í vitleysu eftir að myndir náðust af leikmanninum á djamminu eftir 4-0 tap gegn Everton um síðustu helgi.

Eftir athæfið var Grealish settur út úr hópnum hjá Villa og mun hann ekki vera í liðinu sem mætir Watford í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grealish lendir í vandræðum fyrir djammlíferni sitt, en í sumar var hann myndaður áfengisdauður á götum úti í Tenerife.

"Sem leikmaður þá ertu undir eftirliti hvert sem þú ferð. Það er engin undankomuleið. Ef þú gerir eitthvað lélegt þá munu allir komast að því strax," sagði Carragher í dálki sínum á Daily Mail.

"Aðeins algjör fagmennska gerir þér kleift að dafna og ég vona að Grealish skilji það. Hann er með mikla hæfileika, en eftir það sem gerðist á laugardaginn er hann að verða búinn með tækifærin sín."

"Hann getur ekki látið merkja sig sem leikmanninn með lystina fyrir djammlífinu. Það eina sem það mun gera er að fæla burt áhuga, frá enska landsliðsþjálfaranum og það sem mikilvægast er, það mun lita ímynd Remi Garde, stjóra Villa, á honum."


Carragher trúir því að Grealish geti mögulega orðið lykilleikmaður fyrir enska landsliðið, en hann verði þó að líta í eigin barm til að gera það.

"Ástæðan fyrir því að þetta hefur orðið svo stórt mál, er af því að fólk vill ekki sjá hæfileika hans fara til spillis."

"Hann er skapandi, snjall og lítur út eins einhver sem gæti orðið mikilvægur partur af enska landsliðinu einn daginn. Það er ekkert að því að fara út á lífið einu sinni, nákvæmlega ekkert, en tímasetningin þarf að vera rétt,"
sagði Carragher að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner