Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2015 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: City vann Southampton - Palace rúllaði yfir Newcastle
De Bruyne kom City yfir gegn Southampton
De Bruyne kom City yfir gegn Southampton
Mynd: Getty Images
Alan Pardew fór létt með sitt fyrrum félag
Alan Pardew fór létt með sitt fyrrum félag
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni, en dramatíkin var í fyrirrúmi í þessum leikjum.

Ótrúlegur leikur átti sér stað á Dean Court, en þar mættust Bournemouth og Everton. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Everton, en Bournemouth náði þó að jafna, 2-2.

Ross Barkley kom svo yfir aftur í uppbótartíma, en það var ekki nóg því Junior Stanislas náði að jafna aftur fyrir Bournemouth og 3-3 jafntefli staðreynd í ótrúlegum leik.

Crystal Palace rúllaði svo yfir Newcastle, 5-1 eftir að hafa lent undir í leiknum, en James McArthur og Yannick Bolasie skoruðu báðir tvö mörk fyrir Palace.

Manchester City hafði svo betur gegn Southampton, 3-1, en City fór á toppinn með sigrinum.

Þá gerði Sunderland vel og vann 2-0 sigur á Stoke, en Watford vann svo Aston Villa, 3-2, í fjörugum leik.

Bournemouth 3 - 3 Everton
0-1 Ramiro Funes Mori ('25 )
0-2 Romelu Lukaku ('36 )
1-2 Adam Smith ('80 )
2-2 Junior Stanislas ('87 )
2-3 Ross Barkley ('90 )
3-3 Junior Stanislas ('90 )


Crystal Palace 5 - 1 Newcastle
0-1 Papiss Demba Cisse ('10 )
1-1 James McArthur ('14 )
2-1 Yannick Bolasie ('17 )
3-1 Wilfred Zaha ('41 )
4-1 Yannick Bolasie ('47 )
5-1 James McArthur ('90 )


Manchester City 3 - 1 Southampton
1-0 Kevin de Bruyne ('9 )
2-0 Fabian Delph ('20 )
2-1 Shane Long ('49 )
3-1 Aleksandar Kolarov ('69 )


Sunderland 2 - 0 Stoke City
1-0 Patrick van Aanholt ('82 )
2-0 Duncan Watmore ('84 )
Rautt spjald:Ryan Shawcross, Stoke City ('47)


Aston Villa 2 - 3 Watford
0-1 Odion Ighalo ('17 )
1-1 Micah Richards ('41 )
1-2 Alan Hutton ('69 , sjálfsmark)
1-3 Troy Deeney ('85 )
2-3 Jordan Ayew ('89 )
Athugasemdir
banner
banner