Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. maí 2015 11:33
Magnús Már Einarsson
Sprengjuhótun á FIFA
Mynd: Getty Images
Sprengjuhótun hefur borist á aðalfundi FIFA sem fer fram í Zurich í Sviss.

Lögreglan hefur staðfest að sprengjuhótun hafi borist og óvíst er með framhaldið á aðalfundinum.

Kosið verður um forseta FIFA í dag en Sepp Baltter vonast til að ná kjöri fimmta kjörtímabilið í röð.

Prince Ali bin Hussein er í kjöri á móti honum en samkvæmt veðbönkum er mun líklegra að Blatter nái kjöri.

Uppfært 11:48: Búið er að ganga úr skugga um að engin sprengja sé í fundarsalnum og því mun fundurinn halda áfram samkvæt áætlun.
Athugasemdir
banner
banner
banner