Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. maí 2017 17:20
Magnús Már Einarsson
Svaramaður Klopp stýrði Huddersfield í úrvalsdeildina
Bestu vinir! Klopp og Wagner fyrir æfingaleik Liverpool og Huddersfield í fyrrasumar.
Bestu vinir! Klopp og Wagner fyrir æfingaleik Liverpool og Huddersfield í fyrrasumar.
Mynd: Getty Images
Wagner á hliðarlínunni á Wembley í dag.
Wagner á hliðarlínunni á Wembley í dag.
Mynd: Getty Images
Huddersfield komst upp í ensku úrvalsdeildina síðdegis í dag með sigri á Reading eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspilsins. Hinn þýski David Wagner er stjóri Huddersfield en hann tók við liðinu í nóvember 2015 eftir að hafa áður þjálfað varalið Borussia Dortmund.

Hjá Dortmund vann Wagner með Jurgen Klopp en þeir eru bestu vinir. Wagner var meðal annars svaramaður í brúðkaupi Klopp á sínum tíma.

Wagner spilar ekki ósvipaðan leikstíl og Klopp hjá Liverpool en þeir félagar mætast nú í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Hinn 45 ára gamli Wagner hefur gert magnaða hluti með Huddersfield. Í vetur bauðst honum að fara heim til Þýskalands og taka við Wolfsburg í Bundesligunni en Wagner ákvað að halda áfram með Huddersfield og klára verkefni sitt þar.

Í fyrrasumar fékk Wagner 13 nýja leikmenn til Huddersfield hann leitaði meðal annars heim til Þýskalands að liðsstyrk auk þess sem hann fékk markvörðinn Danny Ward á láni frá Klopp og félögum í Liverpool. Ward var hetja Huddersfield í vítaspyrnukeppninni í dag.

Fór með leikmenn í óbyggðir í Svíþjóð
Wagner hikar ekki við að nota óhefðbundnar leiðir og það gerði hann í æfingaferð Huddersfield til Svíþjóðar síðastliðið sumar. Wagner fór ekki með bolta í ferðina heldur fór hann með leikmenn í óbyggðir í þrjár nætur.

„Við vorum í óbyggðum þar sem var ekkert rafmagn, ekkert klósett, ekkert rúm, engir símar og tölvur. Ef þú varst svangur þá þurftir þú að taka fram veiðistöngina og veiða fisk. Ef þú varst þyrstur þá þurftir þú að fara í næsta læk og ná í vatn. Ef þér var kalt þá þurftir þú að búa til eld," sagði Wagner um ferðina.

Wagner jók æfingafjölda hjá Huddersfield þegar hann tók við og afar fáir frídagar eru hjá leikmönnum liðsins. Það kom leikmönnum meðal annars í opna skjöldu þegar Wagner byrjaði að vera með léttar æfingar á morgni leikdags.

Wagner hefur einnig tekið mataræði leikmanna í gegn og notað íþróttasálfræði mikið. Hann hefur byggt upp sterkan liðsanda hjá Huddersfield og áhugavert verður að sjá liðið í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner