Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. júlí 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
12 setningar: „Meiri líkur á að herinn komi aftur"
Arnar Björnsson (Stöð 2 Sport)
Mynd: Fótbolti.net
Arnar Björnsson spjallar við Heimi Guðjóns.
Arnar Björnsson spjallar við Heimi Guðjóns.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
12 setningar er dagskrárliður hér á Fótbolta.net þar sem við fáum fjölmiðlamann til að svara tólf spurningum um Pepsi-deildina, hverri með einni setningu. Það er ein spurning sem tengist hverju liði í deildinni.

Íþróttafréttamaðurinn reynslumikli Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport er næstur til að svara spurningalista okkar.

Hvernig er FH að höndla pressuna?
Oftar verið meira sannfærandi og breytingarnar taka greinilega sinn tíma en þeir þekkja ekkert annað en toppbaráttu og því verður engin breyting í ár.

Hvernig er sterkasta sóknarlína KR?
Gary Martin, Hólmbert Aron, Þorsteinn Már.

Er Valur komið aftur í hóp þeirra allra bestu á landinu?
Engin spurning enda eru Óli Jó og Bjössi Hreiðars með þetta og leikmannahópurinn spennandi.

Mun Glenn gera gæfumuninn fyrir Breiðablik?
Sýndi það með ÍBV að hann kann að skora en hann þarf að skora 6-8 mörk.

Getur Fjölnir tekið þátt í Evrópubaráttu?
Sigur í síðasta leik eftir 5 tapleiki þar áður, næstu 2 leikir skera úr um það hvar Fjölnir endar en blákalt mat er nei.

Eru leikmenn Stjörnunnar ekki betri en þetta?
Þeir hafa ekki heillað mig í sumar og þess vegna kemur staða þeirra á stigatöflunni mér ekki á óvart en það eru batamerki á liðinu og með sama áframhaldi fikra þeir sig ofar á töfluna.

Sérðu Hemma Hreiðars ná að láta Fylki taka næsta skref?
Fylkir er eins og íslenska sumarið og kannski er Hemmi besti veðurfæðingurinn.

Er Gulli Jóns að ná öllu úr mannskapnum sem hægt er?
Skagamenn hafa staðið sig betur en ég bjóst við fyrir sumarið, eru farnir að skora nokkuð og Gulli á skilið mikið hrós fyrir.

Gerði brotthvarf Óla Þórðar gæfumuninn?
Já miðað við úrslitin eftir að hann fór en ég sakna Óla úr boltanum enda fáir skemmtilegri í viðtölum eftir leiki.

Er Ásmundur rétti skipstjórinn í brú Eyjaliðsins?
Ef ÍBV spilar eins illa og gegn Stjörnunni verður hjónaband Ása og ÍBV ekki farsælt en Ásmundur er einhver besti drengur sem ég hefi kynnst og hann á það skilið að ÍBV spili vel í öllum leikjum undir hans stjórn.

Hefur Leiknir gæði til að vera áfram í þessari deild?
Þegar Leiknir slátraði Val gat ég ekki séð annað en að Leiknir yrði spúttnik liðið í ár og ég hef fulla trú á að barátta þeirra og kraftur bjargi sæti þeirra enda getur ekkert lið bókað sigur gegn þeim.

Á Keflavík séns?
Stigataflan skrökvar ekki og því miður held ég að meiri líkur séu á því að herinn komi aftur frekar en að Keflavík verði í Pepsí-deild 2016.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner