Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mán 29. ágúst 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 17. umferð: Draumurinn að komast út eftir sumarið
Damir Muminovic - Breiðablik
Damir hefur verið gríðarlega öflugur.
Damir hefur verið gríðarlega öflugur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðvörðurinn Damir Muminovic hjá Breiðabliki hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Damir er leikmaður umferðarinnar eftir 2-1 sigur gegn Stjörnunni á laugardaginn þar sem hann var hrikalega öflugur í teignum.

„Það kom engan veginn neitt annað til greina en að vinna þennan leik og við vorum vel peppaðir fyrir hann. Við vissum að það væri nauðsynlegt að landa sigri og ofan á það var þetta grannaslagur," segir Damir sem segir að það hafi verið ansi góð tilfinning að sjá Höskuld Gunnlaugsson skalla inn sigurmarkið.

„Það var geðveikt tilfinning. Hann sagði það sjálfur að hann vissi ekki í hvaða heimi hann var eftir að hafa skorað. Þetta var mjög mikilvægur sigur og mér fannst hann sanngjarn. Við fengum góð færi til að skora í fyrri hálfleik og vorum betri aðilinn. Við vorum aðeins rólegri í seinni hálfleik en áttum skilið að vinna."

Breiðablik er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði FH. Þessi lið eigast við í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Damir hefur enn trú á því að Breiðablik geti hampað Íslandsmeistaratitlinum.

„Ég hef klárlega trú á því og vona að strákarnir hafi það líka. Það verður erfitt að ná þeim en við eigum þá í næsta leik. Ef við vinnum þar erum við í fínum málum."

Damir er tvímælalaust einn allra besti miðvörður Pepsi-deildarinnar og hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár. Hann er 26 ára og á sér enn draum um atvinnumennsku.

„Þetta hefur verið fínt sumar en mér fannst ég samt betri í fyrra. Þetta hefur verið mjög gott og vonandi klára ég mótið með stæl. Svo sjáum við hvað gerist eftir mót. Draumurinn er að komast út eftir tímabilið og vonandi rætist hann," segir Damir.

Sjá einnig:
Bestur í 16. umferð - Hallur Flosason (ÍA)
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner