Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 23. ágúst 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 16. umferð: Veisla að spila þarna
Hallur Flosason.
Hallur Flosason.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var heilt yfir sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. Það var gaman að ná að leggja loksins upp mörk sem hefur kannski vantað upp á í sumar hjá mér í sumar," sagði Hallur Flosason við Fótbolta.net í dag.

Hallur er leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deildinni en hann lagði upp tvö mörk í 3-0 útisigri ÍA á Fylki í gærkvöldi. Hallur var kominn í fínt færi í síðari hálfleik en var óeigingjarn og renndi boltanum fyrir á Garðar Gunnlaugsson sem skoraði.

„Ég viðurkenni að ég hugsaði um að skjóta á markið þegar ég var kominn í gegn en sá að Garðar var í betra færi og miðað við shapeið á honum í sumar þá var hann alltaf að fara klára þetta."

Hallur hefur í gegnum tíðina oftast spilað á miðjunni en í sumar hefur hann verið í nýrri stöðu sem hægri bakvörður.

„Mér líkar mjög vel við þessa stöðu. Ég hafði kannski smá fordóma fyrir henni fyrst en svo fannst mér veisla að spila þarna. Maður getur tekið virkan þátt í sóknarleiknum og hefur meiri tíma á boltann en til dæmis á miðjunni. Gulli og Jón Þór prufuðu mig þarna í vetur fyrst og það gekk alveg ágætlega og ég hef verið að spila þessa stöðu síðan."

ÍA er með 25 stig í 6. sæti deildarinnar eftir að hafa verið spáð fallbaráttu fyrir mót.

„Ég held að lykillinn að góðu gengi liðsins í sumar sé aðallega samheldni hópsins. Við erum allir mjög góðir vinir og þekkjum hvorn annan vel. Þó að gengið hafi ekki verið uppá marga fiska í byrjun sumars þá misstum við aldrei trúna. Manni hlakkar alltaf til að koma á æfingu og hitta strákana, enda er maður inni í klefa langt fram eftir kvöldi," sagði Hallur en ÍA er núna tveimur stigum frá 2. sætinu í deildinni.

„Ég held að það sé alveg eins og Gulli sagði í gær ótímabært að fara hugsa um eitthvað Evrópusæti. Það er bara gamla góða klisjan, taka einn leik fyrir í einu og það hefur verið að virka vel fyrir okkur."

Hallur var einn af fyrstu leikmönnum ÍA sem aflituðu á sér hárið í sumar en þeim fjölgaði svo hratt þegar liðið vann hvern leikinn á fætur öðrum í júlí.

„Ég held að aflitunarævintýrið sé búið þó ég haldi að Albert Hafsteins og Tryggvi Hrafn skuldi aflitun, þeir hljóta að standa við það strákarnir. Svo var Palli (Páll Gísli Jónsson) kominn með aðra hugmynd um að tattúera menn. Hann er vanur því að henda tattúum á menn og kann vel við sig á blekvélinni. Það eru einmitt fáir sem vita það að Páll Gísli setti tattú á Árna Snæ kollega sinn eftir tímabilið í fyrra," sagði Hallur léttur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner