Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 19. ágúst 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 15. umferð: Virðist hjálpa mér að vakna á nóttunni
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr fagnar marki í gær.
Kristinn Freyr fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það er stundum þannig í fótbolta að það gengur allt upp hjá öðru liðinu og ekkert hjá hinu. Þá geta leikirnir endað svona," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson við Fótbolta.net í dag en hann fór á kostum í 7-0 sigri Vals á Víkingi R. í gær. Kristinn er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Það má ekki gleymast að þó við höfum unnið 7-0 þá fáum við bara þrjú stig og það þýðir ekkert að missa sig yfir þessum leik. Það er leikur á mánudaginn sem við þurfum að fara í og vinna þrjú stig."

Kristinn hefur verið í úrvalsliði umferðarinnar í fjögur skipti í röð en hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu.

„Ég var kannski ekki alveg nógu ánægður með fyrri hlutann hjá mér. Ég ákvað að reyna að taka seinni hlutann með trompi og það er að ganga ágætlega eins og er."

Dóttirin á smá heiður
Kristinn hefur skorað sjö mörk í fimm leikjum síðan dóttir hans kom í heiminn í júlí.

„Sennilega er það eitthvað að halda mér á tánum. Það er ekki mælt með því að maður vakni á nóttinni fyrir leiki en það virðist hjálpa mér ágætlega. Ég verð sennilega að gefa dóttur minni smá heiður af þessu," sagði Kristinn Freyr og hló.

Kristinn og félagar í Val urðu bikarmeistarar annað árið í röð um síðustu helgi en liðið sigraði þá ÍBV 2-0 í úrslitum.

„Það var geggjað. Það er gaman að vinna þessa bikarkeppni og fagna því. Nú er maður búinn að vinna bikarinn tvisvar og þá vill maður vinna hinn titilinn sem er í boði. Hann heillar mikið," sagði Kristinn en Valsmenn komu vel undan fagnaðarlátunum um helgina ef marka má leikinn í gær.

„Ég stoppaði sjálfur stutt við. Ég þurfti að drífa mig heim út af dóttur minni. Ég var mjög rólegur og var kominn heim fyrir miðnætti. Það var ekkert þynnkuvesen á mér og það virtist heldur ekki vera þannig bragur á liðinu."

Stefnir á að fara út í atvinnumennsku
Kristinn verður samningslaus eftir tímabilið og hann vonast til að fá tækifæri á að fara út í atvinnumennsku.

„Auðvitað vonast maður eftir því. Það einfaldar kannski hlutina að vera samningslaus. Maður er að komast á seinasta séns að fara út. Ég verð 25 ára í desember og ég ætla að sjá hvort eitthavð skemmtilegt komi upp. Ég er samt ekki byrjaður að pæla í því, ég ætla að klára þessa síðutu sjö leiki vel og reyna að vekja áhuga á mér þannig."

Hefði viljað mynd með Solskjær
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, horfði á leikinn í gær og sá Kristinn eiga stórleik.

„Ég hefði viljað hitta kallinn og ná mynd með honum. Ég er einn harðasti United maðurinn á þessu landi og hann er legend hjá mínum mönnum. Það var gaman að hann hafi verið að horfa á en ég er ekkert að pæla í því samt," sagði Kristinn að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner