Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2016 17:40
Elvar Geir Magnússon
Joe Hart vill fara til Torino
Markvörðurinn Joe Hart.
Markvörðurinn Joe Hart.
Mynd: Getty Images
Joe Hart hefur látið Manchester City vita af því að hann vilji fara til Torino á lánssamningi út tímabilið. Samkvæmt frétt Guardian er Hart mjög bjartsýnn á að samningar náist.

City er tilbúið að borga hluta af launum Hart meðan hann er á láni en Hart er með 135 þúsund pund í vikulaun og er það steinninn í viðræðunum við Torino.

Hart, sem er 29 ára, hefur misst sæti sitt sem aðalmarkvörður Manchester City. Hart þarf einnig að verja sæti sitt sem aðalmarkvörður enska landsliðsins.

Torino endaði í 12. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir að tveimur umferðum er lokið núna.

Sunderland hefur einnig áhuga á Hart en hann vill ekki fara þangað.

Í síðustu viku keypti Pep Guardiola markvörðinn Claudio Bravo frá Barcelona.

Besiktas reynir að tryggja sér Nasri
Tyrkneska félagið Besiktas vill tryggja sér franska leikmanninn Samir Nasri frá Manchester City. Fulltrúi félagsins lenti á Englandi í dag til að reyna að ganga frá kaupunum.

Nasri hefur sjálfur ekki útilokað það að fara áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.

Þegar hann kom heim úr sumarfríi setti Guardiola hann í séræfingar þar sem hann var of þungur. Hann kom óvænt inn sem varamaður seint í leiknum gegn West Ham í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner