Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Cristian Martinez í KA (Staðfest)
Cristian Martinez Liberato.
Cristian Martinez Liberato.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KA hefur fengið spænska markvörðin Cristian Martinez Liberato í sínar raðir.

Cristian er 29 ára gamall en hann hefur undanfarin þrjú ár verið lykilmaður hjá Víkingi Ólafsvík.

Cristian var valinn besti leikmaður Víkings Ólafsvikur í sumar sem og í fyrra. Eftir fall Víkings úr Pepsi-deildinni í haust ákvað hann að finna sér nýtt félag.

Hjá KA á Cristian að fylla skarð Srdjan Rajkovic sem lagði hanskana á hilluna á dögunum. Rajkovic er nú orðinn markmannsþjálfari KA.

„Cristian er væntanlegur seinnipartinn í janúar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í gult og blátt," segir á heimasíðu KA.

Fyrr í vikunni fékk KA varnarmanninn Hallgrím Jónasson til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner