Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. ágúst 2015 19:57
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Titillinn færist nær Kaplakrika
Steven Lennon tryggði FH mikilvægan sigur.
Steven Lennon tryggði FH mikilvægan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar gerðu jafntefli gegn Leikni.
Blikar gerðu jafntefli gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net
FH-ingar eru komnir með að minnsta kosti fimm fingur á Íslandsmeistarabikarinn eftir 1-0 sigur gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld. Steven Lennon tryggði Hafnfirðingunum dýrmæt þrjú stig í Kaplakrika og FH varð í leiðinni fyrsta liðið til að leggja Víking af velli eftir að Milos Milojevic tók einn við liðinu.

Það var svo FH til happs að bæði Breiðablik og KR töpuðu stigum. KR þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Val í mögnuðum fótboltaleik á KR-velli, sem liðinu tókst naumlega að sækja. Sigurður Egill Lárusson kom Val aftur yfir með frábæru viðstöðulausu skoti snemma í seinni hálfleik. Það benti allt til þess að Valur myndi sigla þremur stigum heim en Almarr Ormarsson jafnaði metin í uppbótartíma fyrir tíu KR-inga, en skömmu áður hafði Aron Bjarki Jósepsson fengið rautt spjald. KR þarf hálfgert kraftaverk til að vinna titilinn núna, liðið er sjö stigum frá FH þegar fjórar umferðir eru eftir og róðurinn verður þungur.

Sömuleiðis er útlitið svart fyrir Breiðablik, sem gerði markalaust jafntefli gegn Leikni á heimavelli. Blikar eru nú sex stigum frá FH-ingum en gætu komist aftur inn í baráttuna um titilinn með sigri í innbyrðis leik liðanna. Leiknismenn eru enn í vandræðum við botninn, þremur stigum frá ÍBV sem vann Keflavík í dag.

Þá gerðu Fjölnir og Stjarnan 1-1 jafntefli, en Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölni yfir áður en Guðjón Baldvinsson jafnaði metin á 77. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir Stjörnuna.

Þá gerðu Fylkir og ÍA markalaust jafntefli, en Skagamenn eru enn ekki öruggir með sæti sitt í deildinni. Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild.

FH 1 - 0 Víkingur
1-0 Steven Lennon ('40)

KR 2 - 2 Valur
0-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('1)
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('31)
1-2 Sigurður Egill Lárusson ('52)
2-2 Almarr Ormarsson ('90)
Rautt spjald: Aron Bjarki Jósepsson, KR ('88)

Fjölnir 1 - 1 Stjarnan
1-0 Gunnar Már Guðmundsson ('24)
1-1 Guðjón Baldvinsson ('77)

Breiðablik 0 - 0 Leiknir

Fylkir 0 - 0 ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner