Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. september 2016 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar Alex á bekknum í jafntefli gegn Silkeborg
Rúnar Alex þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag
Rúnar Alex þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag
Mynd: Getty Images
Silkeborg 2 - 2 Nordsjælland
0-1 Godsway Donyoh ('6 )
1-1 Emil Scheel ('45 )
2-1 Nicklas Helenius ('66 )
2-2 Marcus Ingvartsen ('82 )

Rúnar Alex Rúnarsson hefur þurft að sætta sig við það að sitja á bekknum í síðustu tveimur leikjum Nordsjælland í Danmörku. Liðið mætti Silkeborg á útivelli í dag og Rúnar Alex var á bekknum á meðan Hollendingurinn Indy Groothuizen tók sæti hans í markinu.

Nordsjælland byrjaði leikinn betur og komust yfir eftir sex mínútur þegar Godsway Donyoh kom boltanum í netið. Þessi forysta dugði hins vegar ekki fram að hálfleik þar sem Emil Scheel jafnaði rétt fyrir leikhlé og staðan því 1-1 þegar dómarinn flautaði hálfleikinn á.

Um miðjan seinni hálfleikinn kom Nicklas Helenius heimamönnum yfir og um tíma virtist það mark ætla að duga Silkeborg til sigurs, en svo varð ekki. Þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Marcus Ingvartsen eftir sendingu frá Donyoh og þar við sat, lokatölur 2-2 á í þessum leik.

Nordsjælland er eftir þetta jafntefli með 12 stig í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir komust upp fyrir Björn Daníel og Theódór Elmar í AGF með þessu stigi.
Athugasemdir
banner