Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Verður gerð Hollywood mynd um Jamie Vardy?
Vardy og Aiyawatt Srivaddhanaprabha varaformaður Leicester eftir leikinn á laugardag.
Vardy og Aiyawatt Srivaddhanaprabha varaformaður Leicester eftir leikinn á laugardag.
Mynd: Getty Images
Ótrúleg saga Jamie Vardy, framherja Leicester, gæti endað á hvíta tjaldinu en verið er að íhuga að búa til kvikmynd um hann í Hollywood.

Hinn 28 ára gamli Vardy sló um helgina met í ensku úrvalsdeildinni með því að skora í ellefta leiknum í röð. Fyrr á þessu ári var hann einnig valinn í enska landsliðið.

Árið 2012 var Vardy að spila í ensku utandeildinni og ekki eru mörg ár síðan hann starfaði við að búa til spelkur fyrir sjúkrahús.

Þessi ótrúlega saga af uppgangi Vardy gæti nú orðið að kvikmynd en Adrian Butchart hefur áhuga á að gera Hollywood mynd um leikmanninn.

Butchart átti þátt í að framleiða fótboltamyndina Goal og hann ætlar að kanna möguleikann á að búa til kvikmynd um Vardy.

„Þetta er þannig saga að fólk myndi ekki trúa því ef að við hefðum skáldað hana," sagði Butchart.

Butchart er farinn að vinna í hugmyndinni á fullu og hann hefur rætt við Robert Pattinson, Zac Efron og Andrew Garfield að taka að sér hlutverk Vardy í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner