Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. júlí 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Conor Wickham færist nær Crystal Palace
Wickham er á förum frá Sunderland.
Wickham er á förum frá Sunderland.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur samið við Sunderland um kaupverðið á framherjanum Conor Wickham samkvæmt Sky Sports. Mun félagið borga níu milljónir punda fyrir að fá enska U21 landsliðsmanninn í sínar raðir.

Wickham þótti um tíma vera einn allra efnilegasti framherji Englands en hefur enn ekki sprungið út. Eftir að hafa skorað fimm mörk í síðustu þremur umferðunum á þarsíðustu leiktíð náði hann einungis að skora sex mörk allt síðasta tímabil.

Hann gæti þó mögulega gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á Selhurst Park undir stjórn Alan Pardew, en Crystal Palace fékk einnig framherjann Patrick Bamford á láni frá Chelsea.

Þá varð Yohan Cabaye dýrasti leikmaðurinn í sögu Palace er hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain, en hann starfaði undir stjórn Pardew hjá Newcastle á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner