Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
LL 0
6
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
LL 4
1
KR
Drita
1
0
Breiðablik
Kastriot Selmani '66 1-0
30.07.2024  -  15:00
Zahir Pajaziti
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: 25 gráður og sól
Dómari: Kamal Umudlu (Aserbaísjan)
Byrjunarlið:
1. Faton Maloku (m)
4. Rron Broja
5. Juan Camilo Mesa Antunez
7. Alamir Ajzeraj ('64)
11. Kastriot Selmani ('77)
14. Albert Dabiqaj
15. Egzon Bejtulai
19. Blerim Krasniqi
25. Veton Tusha ('84)
26. Raddy Ovouka
36. Ilir Mustafa

Varamenn:
22. Laurit Behluli (m)
74. Eron Isufi (m)
3. Blerton Sheji
6. Hasan Gomda
8. Ensar Huruglica
9. Arb Manaj ('77)
20. Iljasa Zulfiji ('64)
29. Alexandre Fressange ('84)
30. Melos Zenunaj
33. Kastriot Rapuca
47. Dienit Isufi

Liðsstjórn:
Zekirija Ramadan (Þ)

Gul spjöld:
Albert Dabiqaj ('43)
Ilir Mustafa ('50)
Egzon Bejtulai ('75)
Raddy Ovouka ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar úr leik í Evrópu Svekkjandi niðurstaða en ferðalaginu lýkur í Kósovó í dag.

Gerðu sterkt tilkall til vítaspyrnu en gerðu annars ekki nóg til að verðskulda það að fara áfram. Aðstæður erfiðar í dag og heimamenn gerðu heilt yfir meira í leiknum.
97. mín
Patrik með fyrirgjöf sem markvörður Drita kýlir í burtu. Aron Bjarnason á svo afleita fyrirgjöf sem fer aftur fyrir.
96. mín
Skot sem Anton Ari ver. Þetta er að fjara út.
94. mín
Ágætlega gert hjá Blikum en ekkert skot á markið sem hefur svo sannarlega vantað upp á í þessum leik.
93. mín
Viktor Karl dæmdur brotlegur. Það var ekkert á þetta. Blerim Krasniqi sárþjáður en stendur svo upp fimm sekúndum seinna og ekkert er að honum.
92. mín
Viktor Karl með fyrirgjöf sem Patrik kemst í en snýr einhvern veginn furðulega og boltinn langt frá því að fara á markið.
91. mín
Sex mínútur í uppbót Byrjum uppbótartímann á því að markvörður heimamanna fær aðhlynningu.
90. mín
Kristinn Jónsson tekur tvær hornspyrnur í röð en heimamenn hreinsa nokkuð þægilegar.
89. mín
Höskuldur vinnur horn. Núna þarf mark!
88. mín
Leikmaður Drita þarf aðhlynningu. Heimamenn eru búnir með sínar skiptingar.
87. mín
Fyrigjafir frá Blikum en þeir ná ekki að búa neitt til úr þeim.
85. mín
Haldið í Höskuld en hann fær ekkert fyrir sinn snúð. Heimamenn taka markspyrnu.

Höskuldur var í fínni fyrirgjafarstöðu en boltinn rúllar út af.
84. mín
Inn:Alexandre Fressange (Drita) Út:Veton Tusha (Drita)
84. mín
Heimamenn með tilraun sem fer yfir. Blikar þurfa að fara skapa eitthvað og það strax!
81. mín
Höskuldur finnur Patrik inn á vítateignum en fyrsta snertingin svíkur þann færeyska og ekkert verður úr þessu. Svekkjandi.
80. mín
Veton Tusha kemur sér í fínt færi, fer framhjá Viktori Erni en Anton Ari sér við honum.

Skömmu síðar eiga heimamenn skalla sem Anton Ari handsamar.
78. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
78. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
Önnur skipting Blika
78. mín
Ilir Mustafa með skot sem fer framhjá.
77. mín
Inn:Arb Manaj (Drita) Út:Kastriot Selmani (Drita)
Markaskorarinn fer af velli.
77. mín
Blikar eru farnir að drífa sig, eðlilega þar sem þeir þurfa tvö mörk.
76. mín Gult spjald: Raddy Ovouka (Drita)
Fær gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að búið var að flauta.
75. mín
Viktor Karl reynir langskot en það fer framhjá. Vill fá aukaspyrnu þarna en fær ekkert.
75. mín Gult spjald: Egzon Bejtulai (Drita)
Brýtur á Davíð Ingvarssyni á sprettinum.
74. mín
Heimamenn taka hornspyrnu stutt, boltinn endar svo hjá Aroni sem ætlar að hreinsa, nær því ekki en nær að búa til skyndisókn.
72. mín
Ísak Snær með skot sem varið er í horn, það er allavega dæmd hornspyrna. Spyrnan er svo tekin hratt og Höskuldur á tilraun með vinstri sem fer í varnarmann.
71. mín
Það er grátlegt fyrir Blika að vera lentir undir, verið þokkalegir í seinni hálfleik og gerðu tilkall til vítaspyrnu skömmu fyrir markið. Núna er holan orðin ansi djúp.
70. mín
Raddy Ovouka með skot fyrir utan teig sem fer upp í stúku.
68. mín
Blikar fá hornspyrnu en markmaður heimamanna kýlir boltann frá.
66. mín MARK!
Kastriot Selmani (Drita)
Stoðsending: Iljasa Zulfiji
Frábært skot Farið er ansi illa með Kristin Jónsson og Viktor Karl í kjölfarið. Selmani smellhittir boltann með vinstri fæti fyrir utan teig og skotið í fjærhornið.

Blikar nú tveimur mörkum undir!
65. mín
Boltinn í netið en rangstaða Iljasa Zulfiji byrjar á því að setja boltann í netið en hann var rangstæður. Flaggið fór á loft.
64. mín
Inn:Iljasa Zulfiji (Drita) Út:Alamir Ajzeraj (Drita)
62. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins. Davíð kemur inn á vinstri vænginn.
62. mín
Egzon Bejtulai er stiginn út af Ísaki og þarf aðhlynningu.
60. mín
Blikar vilja víti! Ísak vinnur hornspyrnu.

Fín hornspyrna frá Höskuldi og hann kemst svo aftur í boltann, á flottan snúning og fellur svo við í návígi í vítateig Drita. Blikar vildu víti. Blerim Krasniqi fer með handlegginn í andlitið á Höskuldi. Að mínu mati er þetta bara víti.
58. mín
Stokke fær ekki aukaspyrnu við vítateig Drita, Norðmaðurinn gerði sterkt tilkall en fékk ekkert.
58. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Breiðablik)
Aðstoðarþjálfarinn fær spjald. Ósáttur að ekkert var dæmt þegar brotið var á Ísaki skömmu áður.
57. mín
Mustafa með skot sem fer yfir mark Blika.
55. mín
Hætta inn á vítateig Blika en Anton fórnar sér og nær að kýla boltann aftur fyrir. Blikar vilja fá brot dæmt en hornspyrna er niðurstaðan.

Kristinn Jónsson hreinsar, skallar boltann í innkast.
53. mín
Damir hendir sér fyrir skot frá Egzon Bejtulai. Fínt færi þarna hjá heimamönnum.
52. mín
Kristófer Ingi með flottan sprett upp vinstri vænginn, brotið á honum en hann hélt áfram. Hann á svo fyrirgjöf sem finnur Benjamin Stokke en hann nær ekki að stýra boltanum á markið og endar hann ofan á því.
51. mín
Aron Bjarna í fínu færi Höskuldur með langt innkast sem skallað er lengra inn á teiginn. Þar finnur boltunn höfuðið á Aroni Bjarnasyni sem á skalla framhjá.
50. mín Gult spjald: Ilir Mustafa (Drita)
Brýtur á Ísaki. Höskuldur tekur aukaspyrnuna.

Heimamenn ná að skalla fyrirgjöfina út úr teignum.
49. mín
Mjög lífleg byrjun hjá Kristófer í seinni. Komist strax meira í boltann en í öllum fyrri hálfleik.
47. mín
Blikar fá horn. Þarna hefði verið hægt að fá eitthvað meira!

Kristófer Ingi gerir mjög vel og leggur boltann til hliðar á Höskuld sem svo finnur Aron. Fyrirgjöfin er svo hreinsuð aftur fyrir.

Drita kemst í skyndisókn eftir hornspyrnuna en Blikar voru snöggir til baka og þetta rennur út í sandinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn áttu að fá hornspyrnu sýndist mér þegar uppbótartíminn var að klárast en dómari leiksins flautar bara til hálfleiks, við tökum því.

Markalaust í leikhléi og allt opið fyrir seinni hálfleikinn. Blikar þurfa að vinna með einu marki til að komast í framlengingu, tveimur til að fara áfram!
45. mín
45+2

Skottilraun frá Raddy Ovouka sem Aron Bjarnason kemst fyrir.
45. mín
Tvær mínútur í uppbót í fyrri hálfleik.
43. mín
Höskuldur rennur þegar hann tekur spyrnuna, heimamenn ná að hreinsa og bruna upp í skyndisókn. Blikar eru fljótir til baka og ekkert kemur upp úr þeirri skyndisókn.
43. mín Gult spjald: Albert Dabiqaj (Drita)
Brýtur á Höskuldi.
42. mín
Þrumuskot frá Damir Brotið á Höskuldi við miðlínu. Aukaspyrnan er tekin og boltanum lyft inn á vítateig Drita. Ísak Snær vinnur fyrsta bolta, skallar boltann í átt að D-boganum. Þar er Damir sem þrumar boltanum í átt að markinu og Maloku ver - skotið beint á hann.
40. mín
Blikar fá horn. Höskuldur tekur en Juan Camilo Mesa Antunez hreinsar í innkast.

Höskulur tekur svo langt innkast inn á vítteig Drita en Viktor Örn er dæmdur brotlegur.
38. mín
Ver með olnboganum! Höskuldur fær boltann og lætur vaða af mjög löngu færi. Höskuldur hittir boltann mjög vel og skotið er fast. Maloku í markinu ver boltann, kýs að nota olnbogann til þess, óvæntir taktiar.
35. mín
Anton Ari ver Drita aftur að ná góðum takti og átt nokkrar sóknir í röð. Alamir Ajzeraj í fínni stöðu og á skot með vinstri fæti. Anton Ari ver þetta, fékk fína hjálp frá Viktori Erni sem gerði vel í því að trufla sóknarmanninn.
34. mín
Damir í brasi, Veton Tusha kemst í frábæra stöðu en snertingarnar svíkja Tusha og boltinn skoppar aftur fyrir.
33. mín
Völlurinn aðeins erfiður og það koma inn á milli afleitar sendingar og snertingar hjá mönnum. Blerim Krasniqi með eina afleita fyrirgjöf núna.
32. mín
Aron Bjarnason missir boltann frá sér, fyrsta snertingin sveik hann. Aron var á góðum spretti úti hægra megin.
28. mín
Anton staðinn upp og leikurinn getur haldið áfram.
26. mín
Anton Ari sest niður Þarf að fá aðhlynningu. Gummi Ben vonar að þetta sé bara taktískt og ég tek undir með honum. Dóri kallar sína menn saman og tekur fund.
25. mín
Stokke með skot eftir fyrirgjöf frá Kristni. Hittir boltann ekkert sérstaklega vel með vinstri fæti og þægilegt fyror Maloku í marki Drita.
24. mín
Blikar fá horn. Höskuldur með bolta inn á teiginn sem heimamenn skalla aftur fyrir.

Fín hornspyrna en heimamenn ná að hreinsa.
22. mín
Anton Ari gerir vel Vel spilað hjá heimamönnum og Veton Tusha er í fínu færi vinstra megin í teignum. Andri Rafn nær að trufla Tusha aðeins og skotið hans er beint á Anton. Vel gert hjá Antoni að vaða ekki út, þetta færi var erfitt með hann á línunni.
20. mín
INN Í TEIG! Heyrist öskrað þegar Blikar senda boltann beint út af eftir innkast sem var við vítateig Drita. Klaufalegt.

Aron Bjarnason svo með fína fyrirgjöf í næstu sókn en samherjar hans náðu ekki til boltans. Grænir að vakna.
18. mín
Raddy Ovouka er að byrja leikinn fullvel. Hann er mjög sprækur í vinstri bakverðinum, sóknarsinnaður og Blikarnir í vandræðum með hann.

Hann var ekki með í fyrri leiknum.
16. mín
Afleit afgreiðsla Albert Dabiqaj kemst í fyrirgjöf frá hægri og er í mjög góðri stöðu inn á vítateig Blika en tilraunin frá honum alveg afleit og Anton handsamar boltann. Heimamenn með yfirhöndina og Blikar heppnir þarna!
15. mín
Anton Ari handsamar fyrirgjöf sem fer af Andra Rafni og inn á teiginn. Flottir taktar frá Veton Tusha í aðdragandanum.
15. mín
Ísak stígur andstæðinginn út en er dæmdur brotlegur, leit út fyrir að hafa verið vel gert hjá Ísaki. Hefði verið fínn staður fyrir Blika að fá aukaspyrnu.
13. mín
Blerim Krasniqi vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn. Góður kafli hjá þeim.

Föst fyirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann og Viktor Örn skallar svo fyrirgjöf númer tvö í burtu.
11. mín
Raddy Ovouka klobbar Aron Bjarnason og fer svo framhjá Höskuldi. Sending hans var svo mjög döpur og sókn Drita rennur út í sandinn.
10. mín
Bras í varnarleik Blika, Anton Ari hættir við að fara út í langa sendingu sem fór yfir Damir. Heimamenn ná að skapa smá hættu en sem betur fer er skottilraun Alamir Ajzeraj alveg misheppnuð.

Damir virtist ekki alveg sáttur með Anton Ara þarna.
9. mín
Rólegur kafli í leiknum, Drita meira með boltann.
4. mín
Heimamenn vinna hornspyrnu.

Blikar ná að koma boltanum út úr teignum og Raddy Ovouka á svo skot sem fer framhjá.
3. mín
Ísak reynir að finna Aron Bjarnason sem nær ekki að taka við boltanum í góðri stöðu inn á vítateig heimamanna.
2. mín
Kristófer Ingi fékk boltann frá Ísaki og á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Höskuldur tekur fyrsta horn leiksins en heimamenn hreinsa.
2. mín
Uppstilling Breiðabliks Anton
Andri - Damir - Viktor Örn - Kristinn
Höskuldur - Ísak - Viktor
Aron - Stokke - Kristófer

Kristófer byrjar mjög hátt uppi úti vinstra megin, Ísak fremstur á miðjunni.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann Koma svo Blikar!
Áminning frá Kettinum
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn Blikar í grænu og Drita í bláu og hvítu.

Rosalega gott stef í Sambandsdeildinni!
Fyrir leik
Sýnt á Stöð 2 Sport Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 14:50. Stuðst verður við þá útsendingu í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
25 gráður og sól - Akureyrarveður Á vef UEFA segirað það sé sólskin á leikvanginum úti og 25 gráðu hiti. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að staðartíma.

,,Þetta er svona Akureyrarveður" sagði Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. Mikið til í því hjá honum.
Fyrir leik
Andstæðingur frá Lettlandi eða Norður-Írlandi bíður Sigurvegarinn í dag mætir sigurvegaranum úr einvígi FK Auda (Lettland) og Cliftonville FC (Norður-Írland) í 3. umferðinni.

Auda leiðir það einvígi eftir fyrri leikinn í Norður-Írlandi. Seinni leikur liðanna fer fram á morgun.
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá Drita Besnik Krasniqi fékk að líta tvö gul spjöld í fyrri leiknum og þar með rautt. Hann er því ekki með í dag. Þrír sem byrjuðu fyrri leikinn taka sér sæti á bekknum. Það eru þeir Blerton Sheji, Arb Manaj og Iljasa Zulfiji.

Kastriot Selmani og Ilir Mustafa koma inn eftir að hafa verið á bekknum í fyrri leiknum og þeir Blerim Krasniqi og Raddy Ovouka, sem voru ekki með í fyrri leiknum, koma einnig inn.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliðinu Benjamin Stokke og Kristófer Ingi Kristinsson koma inn í liðið fyrir þá Kristin Steindórsson og Oliver Sigurjónsson. Þeir Ísak Snær og Stokke eru saman í framlínu Breiðabliks ásamt Aroni Bjarnasyni miðað við uppstillingu UEFA.

Þar eru þeir Viktor Karl, Kristófer Ingi og Höskuldur settir á miðjuna.
Fyrir leik
Myndir frá æfingu og ferðalagið

Fyrir leik
Opið hús í stúkunni á Kópavogsvelli Af blikar.is:
Blikaklúbburinn stendur fyrir opnu húsi í stúkunni á Kópavogsvelli á morgun þriðjudag 30. júlí kl.15.00.

Knattspyrnufélagið FC Drita (Albanska:Club Futbollistik Drita) er atvinnumannaklúbbur með aðsetur í borgini Gjilan í Kosovo og spilar þar í efstu deild. Liðið endaði síðasta keppnistímabil (36 leikir) í 3. sæti með 67 stig – 11 stigum á eftir sigurliðinu.

Félagið var upphaflega stofnað í Júgóslavíu árið 1947 en spilar núna í Kósovó eftir breytingar sem urðu árið 1990/91.

Heimavöllur Drita er Gjilan City Stadium - fjölnota leikvangur sem tekur 10.000 manns í sæti. Frá 2017 hefur völlurinn verið í stöðurgri endurnýjun en hann uppfyllir ekki kröfur UEFA. Félagið spilar því Evrópuleikinn gegn Breiðabliki á Zahir Pajaziti vellinum í borginni Podujevo í Kósovó, en þar er sami leikvangur og KF Llapi spilar sína heimaleiki. Llapi spilar á vellinum fimmtudaginn 1. ágúst sem er ástæðan fyrir þriðjudaginn 30. júlí sem leikdegi en ekki fimmtudaginn 1. ágúst.
Fyrir leik
Patrik hafnaði FH Áhugi er á Patrik Johannesen, leikmanni Breiðabliks, frá Færeyjum. Um helgina var svo sagt frá því að FH væri að kaupa sóknarmanninn en ef lesið er í ummæli Karls Daníels Magnússonar, deildastjóra afrekssviðs hjá Breiðabliki, þá hafnaði Patrik tilboði Fimleikafélagsins.
   29.07.2024 11:13
Patrik fer ekki til FH
Fyrir leik
Nýr framkvæmdastjóri hjá Breiðabliki Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsfélaginu. Hún tekur við af Eysteini Pétri Lárussyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ.

   29.07.2024 09:29
Tanja tekur við starfi Eysteins hjá Breiðabliki
Fyrir leik
Fyrirliðinn í viðtali eftir fyrri leikinn ,,Maður er mjög fúll en bara einhverneigin strax kominn í gír fyrir seinni leikinn, það er bara seinni hálfleikur sem við ætlum að sigra og ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram í þessu einvígi," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks eftir fyrri leikinn.

,,Þeir lifðu svolítið á lýginni í lokinn en mikilvægt samt að ná þessu 2-1 marki, 2-0 hefði verið svolítið fjall eða alvöru brekka en núna er þetta bara eitt mark. Við fórum út á Parken og skorðuðum þar í fyrri hálfleik, sá leikur endaði náttúrulega í einhverri markasúpu en þú veist eitt mark og þá byrjar allt að titra þannig það er bara að fara með því hugarfari út."
   25.07.2024 22:01
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Fyrir leik
Fær loksins að dæma hjá íslensku liði Kamal Umudlu verður með flautuna í dag, hann er frá Aserbaísjan.

Aðstoðardómarar eru: Namik Huseynov og Vusal Mammadov. Fjórði dómari er Elchin Masiyev.

Það vekur athygli að Kamal er sá dómari sem upphaflega átti að dæma leik Vals gegn Vllaznia í Albaníu en eftir að öryggisstigið á þeim var hækkað þá var reyndari dómari settur á þann leik.
   15.07.2024 16:38
Nýtt dómarateymi eftir kvörtun frá Val

   29.07.2024 06:00
Þessir dæma Evrópuleiki íslensku liðanna í vikunni
Fyrir leik
Kristófer Ingi líklega með í dag Kristófer Ingi Kristinsson var ekki skráður í leikmannahópinn sem mátti taka þátt í fyrri leiknum vegna mannlegra mistaka. Hann getur spilað í dag, ef það gleymist ekki að skrá hann aftur.
   26.07.2024 00:24
Mistök við skráningu urðu til þess að Kristófer mátti ekki spila

Alexander Helgi Sigurðarson er tæpur fyrir leikinn og spurning hvort hann verði í hópnum.
Fyrir leik
Búnir að máta sig gegn þeim ,,Það er fínt að vera búið að máta sig á móti þessu liði, nú vitum við svona meira um þá. Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim og finna aðeins fyrir þeim. Þetta er bara hörku lið og það verður auðvitað krefjandi leikur," sagði þjálfarinn Halldór Árnason eftir fyrri leikinn.
   25.07.2024 22:20
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim

Hann var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs en var svekktur með byrjunina á leiknum.

Dóri var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum, var alls ekki sáttur að seinna mark Drita hafi fengið að standa eftir ólöglegt innkast. Dómararnir voru frá Tékklandi.

,,Mér fannst þessi leikur rosalega illa dæmdur. Annað markið þeirra var grín. Spjöldin sem þeir sleppa með og spjöldin sem við fáum, það er ekkert samræmi í þessu. Við sáum strax í hvað stefndi."
Fyrir leik
Drita leiðir með einu marki Blikar voru langt frá sínum besta leik þegar Drita mætti á Kópavogsvöll síðasta fimmtudag. Gestirnir leiddur 0-2 í hálfleik. Ísak Snær Þorvaldsson náði að minnka muninn og voru Blikar nálægt því að koma inn jöfnunarmarki, en allt kom fyrir ekki.
   25.07.2024 22:49
Breiðablik náði inn mjög mikilvægu marki fyrir seinni legginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn, við förum snemma af stað í dag Klukkan 15:00 hefst seinni leikur Drita og Breiðabliks í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Zahir Pajaziti leikvanginum í Podujevo. Pajaziti var albanskur herforingi sem leiddi frelsisher Kósovó á sínum tíma.

Leikurinn fer fram á þriðjudegi þar sem annað lið í Kósovó spilar sína Evrópuleiki á þessum velli. KF Llapi tekur á móti Bröndby á fimmtudag og var ekki hægt að spila báða leikina á sama degi.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke ('78)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('62)
30. Andri Rafn Yeoman ('78)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
9. Patrik Johannesen ('78)
10. Kristinn Steindórsson ('78)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Davíð Ingvarsson ('62)
24. Arnór Gauti Jónsson
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('58)

Rauð spjöld: