Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 29. júlí 2024 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik fer ekki til FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér á Fótbolta.net var fjallað um það á laugardagskvöldið að FH væri að ganga frá kaupum á Patrik Johannesen frá Breiðabliki.

Karl Daníel Magnússon, deildarstjóri afrekssviðs hjá Breiðabliki, staðfestir að Breiðablik hafi fengið tilboð í leikmanninn.

„Það var skoðað en eftir samtal við leikmanninn var niðurstaðan sú að hann verður áfram hjá Breiðabliki," segir Karl.

Patrik hefur lítið spilað að undanförnu. Sóknarmaðurinn er með Blikum núna úti í Kósóvó þar sem liðið undirbýr sig fyrir seinni leikinn gegn Drita í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Breiðablik er einu marki undir eftir fyrri leikinn.
Athugasemdir
banner
banner