Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 16:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtt dómarateymi eftir kvörtun frá Val
Sozza er 36 ára Ítali.
Sozza er 36 ára Ítali.
Mynd: EPA
Læti á N1 vellinum.
Læti á N1 vellinum.
Mynd: Skjáskot/Valur
Samkvæmt færslu albanska félagsins Vllaznia á samfélagsmiðlum lagði Valur fram kvörtun til UEFA og því eru komnir nýir dómarar á seinni leik liðanna í forkeppni Sambansdeildarinnar. Mbl.is vakti athygli á þessu fyrr í dag.

Kvörtunin tengdist samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki dómaranum sem var settur á leikinn heldur tengist hún fyrri leiknum. UEFA hefur hækkað erfiðleikastigið á leiknum og því hafa reynslumeiri dómarar verið settir á leikinn. Allt sauð upp úr á N1 vellinum þegar liðin mættust í fyrri leiknum og fengu dómararnir og stjórnarmenn Vals að finna fyrir því. Fulltrúar Vals, KSÍ og UEFA funduðu í morgun.

Upphaflega átti Kamal Umudlu frá Aserbaídsjan að dæma leikinn en ljóst er að það verður ítalskt dómarateymi á leinu.

Simone Sozza verður með flautuna á fimmtudaginn og honum til aðstoðar verða þeir Davide Imeriale og Filippo Bercigli. Fjórði dómarinn verður Antonio Rapuano. Sozza dæmdi í ítölsku A- og B-deildini á liðnu tímabili. Hann var fjórði dómari í tveimur leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra, var t.a.m. á milli bekkjanna á leik Man Utd og FCK á Old Trafford.

Leikurinn á fimmtudag fer fram á heimavelli Vllaznia í Albaníu og hefst leikurinn klukkan 16:00 að íslensku tíma. Staðan í einvíginu er jöfn eftir fyrri leikinn. Sigurliðið á fimmtudag mætir skoska liðinu St. Mirren í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner