Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 25. júlí 2024 22:01
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er mjög fúll en bara einhverneigin strax kominn í gír fyrir seinni leikinn, það er bara seinni hálfleikur sem við ætlum að sigra og ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram í þessu einvígi." sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik eftir tapið á Kópavogsvelli gegn Drita í annari umferð Sambandsdeildarinnar


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Það er bara alltof einfallt og einhverneigin soft að okkur hálfu og slóg okkur smá útaf laginu en svo tökum við nokkuð snemma völd á leiknum þannig séð og sérstaklega í seinni hálfleik og gerðum alveg nóg til þess að jafna helvítis leikinn."

„Þeir lifðu svolítið á líginni í lokinn en mikilvægt samt að ná þessu 2-1 marki, 2-0 hefði verið svolítið fjall eða alvöru brekka en núna er þetta bara eitt mark. Við fórum út á Parken og skorðuðum þar í fyrri hálfleik, sá leikur endaði náttúrulega í einhverri markasúpu en þú veist eitt mark og þá byrjar allt að titra þannig það er bara að fara með því hugafari út."

Breiðablik voru miklu betri í síðari hálfleik og fóru Drita menn nokkuð snemma að byrja að tefja og gefa sér tíma í öll föst leikatriði. 

„Ekkert við þá að sakast, þetta er bara ein nálgun og það er kannski frekar eins og ég heyrði Dóra vera tala um ef að dómaratríóið leyfir því að viðgangast af því maður er eitthvað að reyna setja þristing á dómarann en gefur engar áminningar þá halda þeir bara áfram og ég myndi gera það líka ef ég væri þeir en kannski ekki svona mikið. Við vorum ekkert að láta það of mikið fara í taugarnar á okkur. Við reyndum að þegar boltinn var í leik að vera effectívir og það lukkaðist ágætlega, við vorum alveg hættulegir og áttum að jafna og þá sérstaklega í lokinn."


Athugasemdir
banner