Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   fim 25. júlí 2024 22:01
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er mjög fúll en bara einhverneigin strax kominn í gír fyrir seinni leikinn, það er bara seinni hálfleikur sem við ætlum að sigra og ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram í þessu einvígi." sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðablik eftir tapið á Kópavogsvelli gegn Drita í annari umferð Sambandsdeildarinnar


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

„Það er bara alltof einfallt og einhverneigin soft að okkur hálfu og slóg okkur smá útaf laginu en svo tökum við nokkuð snemma völd á leiknum þannig séð og sérstaklega í seinni hálfleik og gerðum alveg nóg til þess að jafna helvítis leikinn."

„Þeir lifðu svolítið á líginni í lokinn en mikilvægt samt að ná þessu 2-1 marki, 2-0 hefði verið svolítið fjall eða alvöru brekka en núna er þetta bara eitt mark. Við fórum út á Parken og skorðuðum þar í fyrri hálfleik, sá leikur endaði náttúrulega í einhverri markasúpu en þú veist eitt mark og þá byrjar allt að titra þannig það er bara að fara með því hugafari út."

Breiðablik voru miklu betri í síðari hálfleik og fóru Drita menn nokkuð snemma að byrja að tefja og gefa sér tíma í öll föst leikatriði. 

„Ekkert við þá að sakast, þetta er bara ein nálgun og það er kannski frekar eins og ég heyrði Dóra vera tala um ef að dómaratríóið leyfir því að viðgangast af því maður er eitthvað að reyna setja þristing á dómarann en gefur engar áminningar þá halda þeir bara áfram og ég myndi gera það líka ef ég væri þeir en kannski ekki svona mikið. Við vorum ekkert að láta það of mikið fara í taugarnar á okkur. Við reyndum að þegar boltinn var í leik að vera effectívir og það lukkaðist ágætlega, við vorum alveg hættulegir og áttum að jafna og þá sérstaklega í lokinn."


Athugasemdir
banner
banner