Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Þessir dæma Evrópuleiki íslensku liðanna í vikunni
Fabio Verissimo rak Birki Má Sævarsson af velli á Wembley árið 2020.
Fabio Verissimo rak Birki Má Sævarsson af velli á Wembley árið 2020.
Mynd: Getty Images
Í vikunni leika íslensku liðin seinni leiki sína í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ljóst er hvaða dómarar verða á leikjunum.

Á morgun leikur Breiðablik gegn Drita í Kosóvó og þar mun Kamal Umudlu frá Aserbaídsjan vera með flautuna.

Hin íslensku liðin spila öll á fimmtudag. Stjarnan fer til Eistlands eftir að hafa unnið fyrri leikinn gegn Paide. Antoine Chiaramonti frá Andorra dæmir leikinn í Eistlandi.

Portúgalski úrvalsdeildardómarinn Fabio Verissimo dæmir leik Egnatia og Víkings í Albaníu. Verrisimo dæmdi Þjóðadeildarleik Englands og Íslands á Wembley 2020. England vann 4-0 en Birkir Már Sævarsson fékk rautt frá Verrisimo í leiknum.

Þá verður Dani með flautuna í leik St Mirren og Vals, sá heitir Mikkel Redder.

Þriðjudagur:
15:00 Drita - Breiðablik (2-1)

Fimmtudagur:
16:30 Paide - Stjarnan (1-2)
18:00 Egnatia - Víkingur (1-0)
18:45 St Mirren - Valur (0-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner